Ofbeldissamband við ESB?

Besta dæmið um undanlátsemi íslenskra stjórnvalda við ESB er ICESAVE málið. ESB studdi Breta og Hollendinga í kröfum sínum á íslenska ríkið um endurgreiðslu innlána á ICESAVE reikninga LÍ.

naughty-boy-reward-vector-stock_k17406214.jpgStjórnvöld reyndu í þrígang að koma samningum í gegn, þingið hafnaði einum og þjóðin tveimur (þriðji samningurinn var studdur ísköldu mati Sjálfstæðisflokksins).

Þá var málinu skotið til EFTA dómstólsins sem hverju öðru samningsbrotamáli EES samningsins.

Um hvað snérist málið?

Jú, tilskipun ESB um Tryggingarsjóð Innlánseigenda og Fjárfesta (TIF) sem innleidd var í innlend lög í gegnum EES samninginn, á þeim tíma voru hámarkstrygging um 10.000 Evrur á hverjum reikningi og skýrt tekið fram að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum. ÞESS VEGNA GAT NIÐURSTAÐA EFTA DÓMSTÓLSINS EKKI VERIÐ ÖNNUR EN HÚN VARÐ,-Ríkið var ekki ábyrgt. Eftir þá niðurstöðu snéru ensku og hollensku TIF sjóðirnir sér að íslenska TIF sjóðnum sem gerði kröfu í þrotabú LÍ og allir innlánshafar í ICESAVE fengu sínar hámarksinnistæður.

3opHvað olli þeirri undanlátssemi, kannski hótanir ESB um uppsögn EES samninginn? Gerðist það sama í 3 OP málinu? Allar gagnrýnisraddir í þingflokkum stjórnarinnar þögnuðu skyndileg, Formaður Sjálfstæðisflokksins skipti um ársgamla skoðun og innanbúðarmenn í stjórnarflokkunum sögðust vera hræddir við refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra sagði að Ísland yrði að sækja um inngöngu í ESB ef við neituðum 3OP!- Hafði kötturinn hrætt mýsnar?

Er Ísland í ofbeldissambandi (svo notað sé orðasamband af öðrum vetfangi)við ESB. Þurfum við kannski að skilja við ESB eins og Bretar hafa gert? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já það byrjaði með ofeldissambandi og varð síðan ofbeldissamband.

Kálfarnir launa sjaldan ofeldið hirðum ekki meira um þá. Biðjum um kjark og þor og leysum okkur úr þessu fjárans ástandi.

Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2019 kl. 06:32

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Og vert er að minna á þessa mynd, sem bendir á hluta vandans:

Gústaf Adolf Skúlason miðlaði þessari ágætu teikningu á sínum tíma.

Segir sína sögu um þennan ljóta part af ferli Jóhönnustjórnar.

Jón Valur Jensson

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 5.11.2019 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband