Loftlagsklúður Íslands

ESB hengdi loftlagsstefnu sína við orkustefnu sína og þar með á Ísland í gegnum EES samninginn. Með því þarf Ísland að uppfylla sömu markmið og ESB um losun CO2 fram til 2030.

Hallelújakórinn(m.a. Ráðherrar og Borgarstjóri m.a.)sem fór á Parísarráðstefnuna 2015 hefði því geta sparað nokkur kolefnisspor með því að sleppa fluginu þangað, því ESB ákvað stefnu Íslands þar.

Dæmalaust klúður stjórnvalda kemur m.a. fram í grein Einars Sveinbjörnssonar, Úlfakreppa Parísarsamkomulagsins,(skrá hér að neðan) í Morgunblaðinu í dag. 

Einar minnir á að ef Ísland nær ekki þessu markmiði ESB (sem er mjög líklegt), er ríkið (skattþegar) ábyrgt fyrir hundruð milljarða króna kostnaði vegna kaupa á losunarheimildum á uppboðsmarkaði ESB.

Ísland getur ekki haft sjálfstæða stefnu í loftlagsmálum, þó það vildi, vegna EES samningsins, þar ákveður ESB hvað Íslandi er fyrir bestu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband