Verjum þjóðareignirnar fyrir braskvæðingu ESB
4.10.2019 | 18:41
Það stefnir í neyðarástand í orkumálum. Að óbreyttu munu fleiri og fleiri orkulindir og orkufyrirtæki verða í höndum "fjárfesta" í ESB/EES (íslenskir "fjárfestar" meðtaldir) sem mega eiga land og nýtingarréttindi orkulinda og orkufyrirtæki á Íslandi. ESB/EES-regluverkið braskvæðir orkukerfið. Verð á orku er þegar tekið að hækka úr hófi vegna áhrifa EES/ESB. Grundvallarfyrirtæki sem kaupa orku eru að gefast upp og atvinnuleysis-draugurinn er vaknaður. Eina færa leiðin er að bregðast við í tíma með öflugum neyðaraðgerðum. Alþingi getur ennþá sett lög þó þau stangist á við EES, tekið EES/ESB-lög úr sambandi (eins og neyðarlögin okt. 2008).
-Það þarf að þjóðnýta allar orkulindir yfir 1 megawatti sem ekki eru þegar í eigu ríkisins eða sveitarfélaganna; festa í lög almannaeign orkulinda, virkjana og orkumannvirkja.
-Það þarf að útvíkka bann við að útlendingar eigi land til að gilda líka fyrir aðila í EES (utan Íslands).
-Vindmylluútbreiðsluna þarf að stöðva í tíma
-Landsvirkjun þarf nýja eigendastefnu, erindisbréf frá ríkinu, um að framleiða orku á hagkvæmasta verði sem hægt er handa heimilum og fyrirtækjum í landinu. Önnur orkufyrirtæki þurfa samskonar erindisbréf.
-Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki verða að hætta að okra á viðskiptavinunum
-Landsvirkjun (eða önnur orkufyrirtæki) á ekki að eyða fé almanna-fyrirtækisins í gæluverkefni um sæstreng og vindmyllur
Málarekstri erindreka ESB, sem vænta má í kjölfar slíkra neyðaraðgerða, þarf að mæta af festu og vísun í stjórnarskrána. Endanleg lausn fæst ekki fyrr en EES-samningnum hefur verið sagt upp og Alþinig aftur fengið óskert löggjafarvald
Neyðaraðgerðir til varnar auðlindunum
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Facebook
Athugasemdir
Langvarandi deila Íslendinga um ESB-aðild skiptist í með og móti. Langflestir voru á móti í þann mund sem alheimshrunið dundi á 2008. Það sannaðist í Isave deilunni. En varginn hungrar og þyrstir í yfirráð orkuauðlinda sem þeir eiga ekkert í og neyta aflsmunar með (alt þetta skal ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig)....Gegnheilir ærlegir Íslendingar fyrirlíta svikarana sem létu kjósa sig sem slíka; Heiðarlegur málflutningur Miðflokksins í haust á Alþingi,vegna innleiðingar Op3,ætti að gefa úttil mótvægis skýrslugerðar kennda við Björn Bjarnason. -------Við berum ekki fyrir okkur róg svíkjum ekki eða ljúgum staðreyndum,en við eigum heilagan rétt á fullveldi þjóðar okkar þar verður Stjórnarskrá Íslands okkar öflugasti liðsmaður,þökk sé þeim sem sömdu hana,skýrari verður hún ekki um ævarandi fullveldi.
Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2019 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.