Græðgisvæðing Landsvirkjunar og niðurrifið
1.10.2019 | 16:01
Með tilskipunum ESB um orkumál hafa orkufyrirtæki landsins verið klofin í minni og seljanlegri einingar, einkavæðing er stefna ESB og Ísland þarf að hlýða vegna EES. Í þeim tilgangi eru fyrirtæki í þjóðareign látin hækka orkuverð til að sýna væntanlegum fjárfestum hvað hægt er að græða. Nú er svo komið að atvinnufyrirtæki landsins eru hvert af öðru komin í vandræði vegna þess að verð á raforku er orðið allt of hátt. Það styttist í lokanir. EES-regluverkið og óstjórn íslenskra stjórnvalda eru að grafa framleiðslustarfseminni gröf.
"Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks" (Vilhjálmur Birgisson, Fréttablaðinu 1.10.2019)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.