ESB Umsóknin enn gild!!!!
18.5.2019 | 19:47
Mjög athyglisverð grein er á mbl.is í dag Var umsóknin dregin til baka?
Niðurlag greinarinnar er:
"Miðað við það sem hér hefur verið rakið er ljóst að um samdóma álit Evrópusambandsins og utanríkisráðuneytis Íslands er að ræða þess efnis að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið, sem send var til forystumanna þess af þáverandi ríkisstjórn vinstriflokkanna sumarið 2009, hafi ekki verið dregin formlega til baka heldur hafi einungis verið gert hlé á umsóknarferlinu. Ennfremur að það er staðföst og margítrekuð afstaða Evrópusambandsins að umsóknin sé enn til staðar."
Nú bíða VG, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar að komast að í næstu kosningum og þá þarf ekkert nema eitt skeyti til að setja viðræðuferlið aftur í gang.
Það vekur athygli af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beitt sér fyrir slíta þessu formlega, verið í stjórn síðustu 6 árin. Einhver gæti túlkað það sem svo að forystan sé í viðreisnarhug.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Facebook
Athugasemdir
Eg man ekki betur en Sigmundur Davíð segi sjálfur frá því,að hann hafi farið með bréf til Donald Tusk sem undirstrikaði aftur köllun umsóknarinnar.
Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2019 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.