ESB Umsóknin enn gild!!!!

esbMjög athyglisverð grein er á mbl.is í dag Var um­sókn­in dreg­in til baka?

Niðurlag greinarinnar er: 

"Miðað við það sem hér hef­ur verið rakið er ljóst að um sam­dóma álit Evr­ópu­sam­bands­ins og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Íslands er að ræða þess efn­is að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið, sem send var til for­ystu­manna þess af þáver­andi rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna sum­arið 2009, hafi ekki verið dreg­in form­lega til baka held­ur hafi ein­ung­is verið gert hlé á um­sókn­ar­ferl­inu. Enn­frem­ur að það er staðföst og margít­rekuð afstaða Evr­ópu­sam­bands­ins að um­sókn­in sé enn til staðar."

Nú bíða VG, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar að komast að í næstu kosningum og þá þarf ekkert nema eitt skeyti til að setja viðræðuferlið aftur í gang.

Það vekur athygli af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beitt sér fyrir slíta þessu formlega, verið í stjórn síðustu 6 árin. Einhver gæti túlkað það sem svo að forystan sé í viðreisnarhug.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg man ekki betur en Sigmundur Davíð segi sjálfur frá því,að hann hafi farið með bréf til Donald Tusk sem undirstrikaði aftur köllun umsóknarinnar.  

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2019 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband