Formenn samtaka fyrirtækja þurfa að læra

laxarvirkjun85e8839033fcbe77_1343425.jpgÍ Moggagrein í dag segja nokkrir þeirra: "EES-samningurinn er eitt stærsta hagsmunamál íslensks atvinnulífs og hornsteinn að bættum lífskjörum almennings. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar byggist á viðskiptafrelsi sem er grundvallað á EES-samningnum".

Þetta eru rangfærslur. Einn höfundanna tjáir sig í Fréttablaðinu í dag um EES/ESB og hefði verið gott fyrir hina höfundana að spyrja hann betur áður en Moggagreinin var birt. Hann segir:

"-áliðnaðurinn í ESB hefur dregist saman um þriðjung síðan 2007 - verð á losunarheimildum í ETS-kerfi ESB hefur margfaldast á tæpum tveim árum - álframleiðendur utan EES þurfa ekki að standa undir sambærilegum kostnaði - Orkuverð og flutningur raforku þarf að vera á samkeppnishæfu verði-" (Magnús Þór Ásmundsson, Fréttablaðið 8.5.2019)

Ísland dróst inn í ETS kerfið að óþörfu, það er orðið dýrkeypt fyrir iðnaðinn og flugið. Orkuverðið hækkaði í kjölfar 1. og 2. orkupakka ESB/EES.

Það lítur út fyrir að formenn sumra samtaka fyrirtækja þurfi að læra meira um hagsmuni íslensks atvinnulifs.

Að flæma fyrirtækin úr landi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband