Alþingi á nú að setja orkukerfið undir ESB

althingi_-framan_1341364.jpgAlþingi á að samþykkja lög og þingsályktun (782 og 777) um að færa yfirstjórn orkukerfisins til ESB. Og líka lög (792) um að Ísland ákveði með sæstreng, marklaus lög meðan Ísland er í EES. Þingskjölin eru ruglandi langlokur og óþarfi að lesa nema eina af tilskipununum sem á að stimpla, 2009/72, inntakið er:

Ísland framselur stjórnvald yfir orkukerfinu til ESB, Landsreglari verður stofnun undir ESB/ACER og tekur ekki við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum.

Í tilskipuninni kemur fram:

-samþykki reglna (um rekstur flutningskerfis, netmála) færist frá ráðherra til Landsreglara-

-aðildarríkið ábyrgist sjálfstæði Landsreglara, að hann sé lagalega aðgreindur og óháður öllum opinberum aðilum, taki ekki við fyrirmælum frá neinni ríkisstofnun eða öðrum opinberum (íslenskum) aðilum-

-tilskipunin setur reglur um framleiðslu, flutning, dreifingnu og afhendingu rafmagans, þær kveða á um skipulagningu og starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingu og rekstur raforkukerfa-

Skyldur Landsreglara eru m.a.:

-að ákveða eða samþykkja gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-

-að tyggja að flutnings- og dreifikerfisstjórar og kerfiseigendur, ásamt með eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-

-að fylgjst með fjárfestingu í framleiðslu-

-að fara að og framkvæma allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB-

 

Tilskipun 2009/72 á íslensku

Sjá útskýringar: https://www.frjalstland.is/

Villandi staðhæfingar utanrikis-og-atvinnuvegaráðuneyta

Yfirstjórn orkukerfisins til ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið einokunarvald í rauninni fengið þessum landsreglara í hendur.

Gríðarlegt vald á þessu sviði, sýnist mér.

Eru alþingismenn í alvöru sáttir við þetta?

Fyrir nú utan allt annað í sambandi við þennan óþarfa orkupakka, sem þjónar engu þörfu hlutverki fyrir okkur ("neytendaverndar"-hlutverkið er upplogið, yfirdrep einbert, eins og sannaðist líka með orkupakka 1 og 2).

Þetta sagði Guðlaugur Þór utanríkisráðherra um símafund sinn, sem hann gerði mikið úr framan af, með einum af 28 kommissörum í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins:

"Þetta var sameiginleg yfirlýsing af minni hálfu og orkumálaráðherra ESB, svokölluð pólitísk yfirlýsing, sem ég tel gagnlega í umræðunni. Hún er hvorki meira né minna en það. Því hefur aldrei verið haldið fram á neinu stigi máls að hún sé neitt annað en nákvæmlega það."

 

Eins og Birgir Steingrímsson bætir við: Hann er verulega búinn að draga í land með mikilvægi þessarar yfirlýsingar. Hún er í raun einskis virði lagalega séð.

Jón Valur Jensson, 10.4.2019 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband