Ætla vinstrimenn að leyfa brask með orkuverin?
2.4.2019 | 17:28
"-Hvernig er það með þjóðernisvinina í Vinstri grænum - sofa þeir alveg rólegir á meðan erlendir auðjöfrar kaupa upp íslensk orkufyrirtæki - getur verið að hérna sé komin næg ástæða til að segja EES- samningnum upp? (samkvæmt lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri er lögaðilum innan EES leyfilegt að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita-)" spyr Jón Þórhallsson
Fjárfestingasjóðurinn MIRA hefur keypt 53,9% hlut í HS Orku - fyrir 37 milljarða
Vinstrimenn hafa reynt að verja auðlindirnar. Það voru alvöru vinstrimenn (úr Alþýðubandalaginu áður en þeir upplituðust) með gott fólk með sér sem vildu láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um EES samninginn (31. mál, 116 löggjafarþing). Það voru líka alvöru vinstrimenn sem vildu láta athuga hvort aðildin bryti gegn stjórnskipuninni. Alþingi hafnaði báðum þessum sjálfsögðu tillögum. (Hjörleifur Guttormsson, Morgunblaðinu 29.3.2019)
Meðan HS-Orka hefur ekki verið þjóðnýtt og færð aftur í almannaeigu er hætta á að fyrirtækið verði notað sem stökkbretti fyrir eitthvert erlent fjármagn til þess að leggja undir sig vaxandi hluta af orkuauðlindum landsins í skjóli EES-samningsins.
Sjá einnig umfjöllun Þorsteins Sæmundssonar í Morgunblaðinu 2.4.2019
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.