ESB-væðing i laumi
29.3.2019 | 11:15
Það er ekki bara Alþingi sem stimplar EES-tilskipanir, flóðið er mikið, stundum um fjöguhundruð tilskipanir á ári. Stærsti bunkinn kemur til ráðuneytanna eins og á færibandi og fær ekkert lýðræðislegt samþykki heldur fer beint í reglugerðasafnið
Tilskipanirnar þjóna hagsmunum ESB þó þær séu með fögrum formerkjum um "gæðakröfur", "samræmingu", "umhverfisvernd", "loftslagsmál", "neytendavernd", "samkeppni", "visthönnun". Heimsvaldabrölt ESB skín í gegn, það koma tilskipanir um þvingunaraðgerðir gegn löndum sem ekki eru ESB þóknanleg, fátækum eða stríðshrjáðum löndum eins og Hvítarússlandi eða Zimbabve.
Tilskipanavald ESB er orðið sjálfvirkt, lýðræðislegt vald og stofnanir Íslands hafa ekkert um þær að segja. Ísland er að ESB-væðast í laumi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Facebook
Athugasemdir
Fullveldið lekur smátt og smátt í hendur esb. Til þess sjá aumkunnarverðir stjórnmálamenn, sem með framkomu sinni hafa sýnt, að aldrei var neitt að marka það sem þeir sögðu. "Hugsjón" sést hvergi staður í hérlendri pólitik lengur. Samþykkt 3. heljarpakkans undirstrikar það rækilega. Ríkisstjórn sem treystir á framgang mála sinna, með stuðningi óvinarins (stjórnarandstöðunnar) er aumasta fyrirbæri sem fundið hefur verið upp í pólitík um allan heim vorn. Svei þessu hyski!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.3.2019 kl. 22:57
Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2019 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.