Alþingi verður óþarft, þarf að fá samþykki frá ESB um lagasetningar.
21.2.2019 | 12:38
Nú er verið að ræða innan EES fyrirmæli frá ESB að öll íslensk lagafrumvörp Alþingis og reglur íslenskra sveitafélaga skuli senda til ESB þremur mánuðum áður til samþykktar. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum,
https://www.abcnyheter.no/nyheter/politikk/2019/02/20/195553957/solberg-ber-om-meldeplikt-til-eu
Þar segir m.a:
"Þegar stjórnvöld eða sveitarfélög hyggjast taka nýjar ákvarðanir sem hafa áhrif á þjónustumarkaðinn munu þau skyldug að tilkynna framkvæmdastjórn ESB, og eftirlitsaðila ESA, a.m.k þremur mánuðum áður en ákvörðunin öðlast gildi. Í þeim tilvikum þar sem þeir telja að ákvörðun muni fela í sér mismununarmeðferð mismunandi þjónustuveitenda, þá skal framkvæmdastjórnin eða ESA stöðva slíkar ákvarðanir..."
Þetta er staðfesting á að verið er að troða landinu inn í ESB, allt í boði íslenskra stjórnmálamanna gagnvart tilskipunarflóði ESB, sem er að ná hámarki með þessu.
Stutt er þá í að íslensk stjórnvöld verði að fá samþykki ESB fyrir efnahagsstjórn landsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Svo virðist sem ríkisstjórnir þessara EFTA landa sé umhugað að þessi yfirlestur valdhafanna í Brussel gangi eftir. Þarf Katrín ekki að gera þjóðinni grein fyrir hvað er í gangi.
Minnist þess ekki að þetta hafi verið í umræðu hér, hvorki í fjölmiðlum eða á þingi.
Ragnhildur Kolka, 21.2.2019 kl. 13:40
Það er rétt Ragnhildur að íslenskir fjölmiðlar fylgjast ekki með því sem er að gerjast í EES, utan Morgunblaðsins stöku sinnum. Íslensk stjórnvöld hverju sinni tilkynna utanríkismálanefnd lítillega um hvað sé væntalegt frá sameiginlegu EES nefndinni, næsta er að Alþingi stendur frammi fyrir innleiðingu tilskipunnar sem það VERÐUR að samþykkja af því að utanríkisráðherra/ríkisstjórnin hafði samþykkt það í EES nefndinni, oft af þrýstingi frá Norðmönnum og í hræðslukasti við að fara gegn ESB. Þetta er hæga innleiðingaferlið inn í ESB.
Frjálst land, 21.2.2019 kl. 14:00
Á þingmálaskrá Ríkisstjórnarinna, sem hafa verið eða verða lögð fram til Alþingis til að samþykkja á yfirstandandi þingi, eru 75 tilskipanir frá EES. Þar á meðal 3 orkupakkinn.
https://www.frjalstland.is/thingmalsakra-149-loggjafarthings-2018-2019/
Frjálst land, 21.2.2019 kl. 14:19
Morgunblaðið segir frá birtingu samráðsgáttar Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis,um afnám leyfisveitingakerfis vegns innflutnings á eggjum og frystu kjöti,sem brjóti í bága við EES-samninginn samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar Ísalands og Eftadómstólsins.
Varnir Íslands molna hvert andartak fyrir Esb,meðan okkar æruverðugu mega ekki vamm sitt vita gagnvart (alþjóðlegum?) skuldbindingum sem Ísland gekkst undir (á sama tíma,mbl).Tilhvers er ráðherra að tilkynna umfangsmiklar aðgerðaráætlanir undanfarið ár,hafi hann ekki þá þegar kokgleypt kröfur verslana og Esb;látið sem hann myndi efla matvælaöryggi! Bla,bla,bla.-Þurfum að stofna umboðsmann hins íslenska kjósanda.
Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2019 kl. 16:47
Íslenskra kjósenda!
Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2019 kl. 17:04
Helga, það virðast engar varnir duga gegn tilskipunarflóði ESB. Stjórnmálamenn láta allt yfir sig ganga, líklega af því að þeir geta ekki stjórnað landinu, vilja frekar draga landið inn í ESB.
Þeim virðist sama um sjálfstæði landsins og finnst óþægilegt að svara gagnrýni um að sífellt fleirri svið íslenska samfélagsins falli undir eftirlitsstofnanir ESB. Björn Bjarnason vill leysa það fyrir þá með því að setja það inn í stjórnarskránna að tilskipanir ESB séu ekki valdaframsal.
Það er orðið ljótt, þegar Alþingi er i því að brjóta stjórnarskránna, hver er þá vörn almennings gegn slíku valdaframsali?
Frjálst land, 21.2.2019 kl. 17:14
Þessi óþyrmilega nýja frétt er REGINHNEYKSLI og felur í sér aumingjalega undirgefni af hreinu landráðatagi, ef reynt verður að innleiða slíka starfshætti hér --- að í fyrsta skipti síðan við öðluðumst löggjafarvaldið þurfum við fyrst að leggja lagafrumvörp undir dóm erlends valds, þremur mánuðum áður en Alþingi fái að afgreiða málið með sínu þinglega valdi og forsetans samþykki!
Segjum upp EES-samningnum án frekari tafa!
Jón Valur Jensson, 21.2.2019 kl. 21:30
Kristján Þór Júlíusson, ber því við að hann sé að leggja frumvarp um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti, vegna þess að ESB hafi sent "TILSKIPUN" þess efnis og vegna EES samningsins, VERÐI að gera þetta. Þegar EES samningurinn var undirritaður voru Orkumál, Landbúnaðarmál og Sjávarútvegsmál EKKI innifalin í EES samningnum en virðast vera það núna, nema Sjávarútvegsmálin en miðað við framvinduna undanfarin ár þá er nú sennilega ekki langt í það að SJÁVARÚTVEGURINN komi þarna inn líka. Þetta gefur fullt tilefni til þess að við segjum EES samningnum upp hið fyrsta, í það minnsta að hann verði endurskoðaður.......
Jóhann Elíasson, 22.2.2019 kl. 12:10
Tek undir orð Jóhanns hér. Segjum upp EES!
Jón Valur Jensson, 22.2.2019 kl. 13:18
Jón Valur og Kristján, já, þar er skelfilegur undirlægjuháttur hjá stjórnmálamönnum gagnvart ESB í gegnum EES. Ef það ætlar ekki að linna verður að vekja upp kröfu um uppsögn EES samningsins. Það hafa kannski fáir tekið eftir því þegar utanríkisráðherra USA sagði hér á dögunum að ýta yrði viðskiptahindrunum úr vegi til að auka viðskipti milli landanna. Þessar hindranir eru EES samningurinn, það má ekkert flytja inn af almennum vörum frá USA nema það hafi alla stimpla ESB.
Frjálst land, 22.2.2019 kl. 14:27
Mjög athyglisvert, þetta síðastnefnda. Einokunarbáknið ESB að ráðskast með þjóðir, jafnvel þær sem eiga að heita í léttu bandi og löngu!
Jón Valur Jensson, 22.2.2019 kl. 21:25
Jóhann Elíasson segir hér réttilega að þegar EES samningurinn var undirritaður (199?)voru Orkumál,Landbúnaðarmál og Sjávarútvegs,undanskilin.- Getur verið að Sigurður Ingi (fv.landb.ráðherra) hafi stymplað landbúnaðarvörur sem löglega afurð í verslanir hér,? Er það löglegt vegna upphaflegra samninga? -- Þótt almenningi finnist ekkert sjálfsagðara en að þjóðin eigi fullan rétt á að kjósa um mál sem varða afkomu landsins og fullveldi,situr þessi valdapíra á Bessastöðum og ákveður hvort landsmenn megi yfirleitt kjósa um það. Hvað þurfa stjórnvöld að brjóta oft Stjórnarskrána svo þeir viðurkenni brot sýn og rétt okkar til að kjósa samninginn ÚtNESS
Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2019 kl. 01:12
Evrópusambandið er pólitískt krabbamein og það mein verður ekki sigrað nema með því að yfirgefa það í alvöru og án kjánalegra látaláta.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2019 kl. 16:32
þegar Alþingi er i því að brjóta stjórnarskránna, hver er þá vörn almennings gegn slíku valdaframsali? Svarið er axir, pálar, rekur, kústar og skörungar í höndum fólks til að flæma þennan ruslara líð úr stjórnaráðinu. Ef ekki dugar þá þarf bara betri verkfæri.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2019 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.