"Sérstakur staður í helvíti" - fyrir þá sem vilja losna úr ESB.
6.2.2019 | 15:41
Segir Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB
Þetta sýnir vel miðstýrðan hugsunarhátt embættismanna ESB,- þessi yfirgangssemi er komin fram í framkvæmd EES samningsins. ESB ákveður hvaða tilskipanir þess skuli teknar upp í EES samninginn og þvingar þær fram. Væntanlega yrði Íslandi óskað á heitari stað ef það ætlaði sér að standa gegn þessum tilskipannaflæði ESB í íslensk lög.
Sérstakur staður í helvíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Verð að leiðrétta grundvallarvillu í þessari færslu.
ESB ákveður ekki einhliða hvaða tilskipanir þess skuli teknar upp í EES samninginn, hvað þá að það þvingi þær fram.
Hið rétta er að ákvarðanir um hvaða regluverk heyrir undir EES samninginn eru teknar af sameiginlegu EES nefndinni. Sæti í henni eiga fulltrúar samningsaðilanna, þar á meðal Íslands.
Evrópuvefurinn: Sameiginlega EES-nefndin
Eftirlitsstofnun EFTA sér svo um að framfylgja slíkum ákvörðunum, en hefur þó enga heimild til að beita neinum þvingunum í því skyni. Stjórn hennar er skipuð þremur einstaklingum, einum frá hverju EFTA ríkjanna í EES, þar með talið Íslandi.
Evrópuvefurinn: Eftirlitsstofnun EFTA
Til frekari fróðleiks mæli ég með bókinni Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins eftir Sigurð Líndal og Skúla Magnússon, sem er ein sú aðgengilegasta og auðlesnasta bók um lögfræði sem hefur verið gefin út á íslensku.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2019 kl. 20:14
Sæll Guðmundur.
Okkur er fullkunnugt um allt þetta sem þú vísar til.
Margar greinar hafa verið skrifaðar um hvernig (ekki einungis af okkur), þrátt fyrir orðanna hljóðan um samvinnu í upptöku tilskipanna sem falla undir fjórfrelsið, að er það ESB sem merkir og sendir EFTA þær tilskipanir sem sambandið telur falla undir EES samninginn.
Átök hafa verið um það á bak við tjöldin, en ávallt þvingar ESB það í gegn í sameiginlegu EES nefndinni sem bindur hendur þjóðþinganna, Ísland setur fyrirvara um samþykki Alþingis ef um ný lög er að ræða, en ístöðuleysi þingmanna og "meirihlutavirkni" ríkisstjórna gengur ekki gegn samþykkt utanríkisráðherra sem búinn er að veita samþykki sitt í sameiginlegu EES nefndinni.
Þetta er lýðræðið í þessum málum. Núna síðast þegar eftirlitsvald nýjustu tilskipanna verða í höndum erlendra stofnanna, sem er stjórnarskrárbrot, er farið í kringum það með samþykki ráðherra og hendur alþingis bundar til að samþykkja það.
Frjálst land, 8.2.2019 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.