ESB er hrætt um lýðræðið
27.1.2019 | 23:32
Lýðræðið á erfitt með að festa rætur í ESB, í Þýskalandi er nú 4 ríkið, í Frakklandi 5. lýðveldið. Ef menn kjósa ekki rétt er kosið aftur þar til menn kjósa rétt. ESB er nú að missa stjórn á skoðanamynduninni og setti þess vegna "persónuverndarlög" gegn bandarískum upplýsingafyrirtækjum, þau geta nefnilega veitt óritskoðaðar upplýsingar frá frjálsum mönnum. Einn af erindrekum ESB hér á landi, "Persónuvernd", sem heyrir beint undir ESB, dreifir nú hræðsluáróðri og órum hér heima:
"- Persónuvernd hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem þau vara við þeim hættum sem nú steðja að lýðræðislegum kosningum vegna samfélagsmiðla.-Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Brexit hafa vakið fólk til vitundar-nýlega bættist Bolsonaro, forseti Brasilíu, í hóp þeirra-" http://www.ruv.is/frett/lydraedislegar-kosningar-i-haettu (RÚV þarf að velja af meiri kostgæfni það sem það ber á borð fyrir okkur)
Eins og kunnugt er er upplýsingafrelsið og upplýsingamagnið í helstu lýðræðisríkjunum (m.a. Bandaríkjunum og Bretlandi) nærri ótakmarkað. Frambjóðendur eru í beinni og allir mega velja og hafna. Það er því auðvelt fyrir fólk að afla sér þekkingar úr mörgum áttum. Það er illmögulegt í þessum opnu lýðræðisríkjum að halda uppi blekkingavef eins og ESB gerir í megingfjölmiðlun ESB landa. ESB virðist nú ætla að reyna að hrifsa til sín opinbera yfirstjórn á sannleikanum til að geta haft áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum. Þetta er nú að smitast út til Íslands vegna EES sem kom með "persónuverndarlögin".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.