Áfengissala samræmist ekki EES

beer-hands-cheers-man-woman-giving-two-glass-one-litter-mugs-isolated-white-background-44765336.jpgEftirlitsstofnun EES-samningsins í Brussel hefur nú sent þjóðinni bréf og sagt að sala áfengis í Áfengisverslun ríkisins í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli samræmist ekki EES-samningnum.

Erindrekar EES eru orðnir önnum kafnir við að segja fyrirtækjum og stofnunum íslenska ríkisins fyrir verkum og reka nú nefið ofaní kopp ÁTVR. Kannske verðum við að senda bænaskjal til Brussel og biðja náðursamlegast um að fá að kaupa almennilegan toll eins og við erum vön. Við gætum kannske bara afritað eitthvert gamalt bænaskjal til Danakonungs frá átjándu öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er heimkomuverslunin sem stendur í þeim.  Stærstu EES þjóðirnar framleiða mikið að víni og vilja njóta sölugróðans sjálfar, heima hjá sér - í brottfararverslunum sínum.

Kolbrún Hilmars, 5.12.2018 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband