Fullveldið, NATO, EFTA, ESB,- framsal valds
1.12.2018 | 10:58
Í grein í aukablaði Morgunblaðsins í dag, 1.des. eftir Ásgerði Ragnarsdóttur dómara, segir hún m.a:
"..Frá því að EES-samningurinn tók gildi árið 1994 hafa skuldbindingar íslenska ríkisins aukist verulega og hefur samstarfið krafist þess að valdheimilir séu framseldar í vaxandi mæli til stofnana EES. Almennt er viðurkennt að lögfesting samningsins hafi á sínum tíma reynt verulega á mörk stjórnarskrárinnar og því fór fjarri að samhugur væri um hvort þörf væri á stjórnarskrárbreytingu..."
"Sé litið til stöðunnar í dag, um aldarfjórðungi síðar, má ljóst vera að íslenska ríkið hefur framselt valdheimildir í talsverðum mæli til stofnana EES og hefur þeim jafnframt verið eftirlátið vald til að taka íþyngjandi ákvarðanir gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum hér á landi, svo sem með álagningu sekta og beinum afskiptum af rekstri fyrirtækja.."
"Telja verður líklegt að álitaefni um mörk heimils framsals muni aukast í framtíðinn og væri það í takt við þróun í regluverki Evrópusambandsins þar sem sjálfstæðum eftirlitsstofnunum eru í auknum mæli veittar valdheimildir gagnvart einstaklingum og lögaðilum. Skýrt dæmi um þetta er þriðji orkupakki Evrópusambandsins sem hefur upp á síðkastið verið tilefni umræðu um mörk heimils framsals valdheimilda hér á landi."
Utanríkisráðherra hélt hádegisverðarfund í Valhöll í vikunni, í umræðum kom fram að hann styddi innleiðingu 3 orkupakkans. Rök hans fyrir því að standa gegn vilja almennings voru þau að stundum þyrftu stjórnmálamenn að fara gegn almenningsálitinu og nefndi ákveðni formanns Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssonar (hin fyrri) við inngöngu í NATO og í EFTA.
Langt er til seilst hjá utanríkisráðherra að bera saman afsal valds yfir íslenskum hagsmunum til erlends stjórnvald, við samning um varnir landsins og inngöngu í fríverslunarsamtök. Í NATO og EFTA er Ísland fullgildur og virkur aðili án nokkurs valdframsals á innlendum hagsmunum, öfugt við hálfgerða innlimun í ESB gegnum EES samninginn. Þessi samanburður ráðherrans er rangur, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Athugasemdir
Þökk fyrir að vekja hér athygli á upplýsandi orðum hinnar vel upplýstu Ásgerðar Ragnarsdóttur dómara.
Hin fréttin er ill: að Guðlaugur Þór hefur einfaldega tekið þá afstöðu að framselja frá okkur landsréttindi og ber þó fyrir sig nauðsyn, sem engin er, þvi að ekki verður séð, að Ísland hafi neinn hag af 3. orkupakkanum, en ærinn óhag. Með þessu innsiglar GÞÞ áframhaldandi fylgishrun Sjálfstæðisflokksins, sem enn heitir svo, en viðist þurfa að breyta nafni sínu í Ójálfstæðisflokkinn. Munu fullveldissinnar nú ítrekað vekja á þessu athygli.
Jón Valur Jensson, 1.12.2018 kl. 16:26
Lagaprófessorinn og síðar formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra var sá íslenzkra stjórnmálamanna, sem einarðlegast barðist fyrir uppsögn Sambandslagasamningsins frá 1918 og lýðveldisstofnuninni 1944. Það er sögufölsun að vitna til baráttu hans fyrir NATO-aðild eða EFTA-aðild til að verja stjórnarskrárbrotin, sem felast í upptöku ýmissa gerða ESB, t.d. Þriðja orkupakkans. NATO- og EFTA-aðildin voru og eru þjóðréttarlegs eðlis, en með EES-aðildinni þarf að afhenda vald til yfirþjóðlegra stofnana, sem hafa mikil áhrif á hagsmuni fyrirtækja og einstaklinga hérlendis, t.d. reglusetningarvöld og sektarheimildir. Þessum mun ættu lögfræðingar að kunna skil á, en þeir kjósa sumir hverjir að rugla þessu saman í vanburða tilraunum til að vinna pólitískum skoðunum sínum brautargengi.
Bjarni Jónsson, 2.12.2018 kl. 15:04
Örlögin útdeilir'oss vanburða veikum Í rökum,-Sem vitnar í gerðir forvera síns með skrökum.Vonbrigði er trúðum à Guðlaugi garpa,en sjá þar er kominn Össur Skarpa. Var hæð renna utvà orkuna efli litla Ipadsins pakkinn tómur....
Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2018 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.