Lyfjaþolnir sýklar drápu 33.000 manns

human_neutrophil_ingesting_mrsa_1337167.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ísland er langt frá gerlabælum heimsins og því hægt að verjast sjúkdómum. Gerlar sem þola sýklalyf koma aðallega með fólki frá t.d. Indlandi, Kína, Suðausturasíu, Miðausturlöndum og Norðurafríku og svo með kjöti og jafnvel jurtum frá Evrópu til Íslands. Árið 2015 dóu 33 þúsund manns í ESB af völdum sýklalyfjaónæmra gerla. Ísland er enn í algerum sérflokki, hér er um eitt dauðsfall á ári af þessum sökum. Í ESB eru sýklalyfjaþolnir gerlar orðnir útbreiddir og ræðst illa við þá og dauðsföllum fjölgar. (Sjá nánar grein Karls G. Kristinssonar í Morgunblaðinu 17.11.2018)

EES-samningurinn leyfir flutning hrárra sláturdýrahluta milli landa ESB/EES. Stofnanir EES hafa fyrirskipað íslenskum stjórnvöldum að opna á innflutninginn sem hefur verið stjórnað vegna sýklavarna. Okkar stjórnvöld hafa legið flöt fyrir valdsboðunum þó líf og heilsa séu í húfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband