Að sólunda erfðasilfrinu
15.11.2018 | 16:23
Erfðasiflur Íslendinga, stóra orkuauðlindin í ám og jarðhita, er í hættu. EES-samningurinn hefur opnað erlendu valdi leið til að leggja hana undir sitt vald. Stjórnvöld okkar, af kjarkleysi og hræðslugæðum við ESB, láta nú fyrirtæki í eigu þjóðarinnar vinna með ESB að því að koma afrakstri orkulindanna ónýttum úr landi. ESB ætlast til að Alþingi afsali yfirstjórn orkukerfisins til sambandsins.
Ef orkuauðlindin fer undir fjarlæga stjórn, og verður nýtt með hag annarra í huga, verður fótunum rykkt undan íslensku velsældinni og sómasamlegu siðmenningarsamfélagi í landinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.