Sæstrengur á verkefnalista stjórnvalda
7.11.2018 | 13:43
Ýmis samskipti hafa átt sér stað milli íslenskra og breskra stjórnvalda um lagningu sæstrengs. Eftir heimsókn David Cameron til Íslands í okt 2015 var sett á fót vinnuhópur, "Task Force", sem átti að skila skýrslu innan 6 mánaða, sem var skilað í mai 2016. Niðurstaða vinnuhópsins var að frekari ákvarðanir yrðu að að vera á milli stjórnvalda um útfærslu reglugerða, og sameiginlegra kostnaðargreiningu á sæstrengsverkefninu.
Svo virðist sem að Brexit niðurstaðan hafi truflað framhald viðræðnanna, því í viðtali við The Guardian sumarið 2016, segir Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar þá vanta tryggingu fyrir föstu verð til langs tíma, og hefur áhyggjur yfir því að BREXIT muni trufla ferlið.
Önnur frétt í bresku blaði, The Telegraph,(sjá skrá BB í Telegraph) frá því í sumar segir að íslenski fjármálaráðherrann hafi verið að leita eftir því við bresk stjórnvöld að fá fast verð svo hægt sé að halda áfram með sæstrengsverkefnið.
Þetta sýnir svart á hvítu að sæstrengur er á verkefnalista íslenskra stjórnvalda, þó þau láti sem svo sé ekki. Það vekur upp margar spurningar um heilindi stjórnvalda og upptöku 3 orkupakka ESB sem fyrst og fremst snýr að samtengingu orkukerfa yfir landamæri.
Greining ESB á Icelink
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hörður Arnarsson lýsti því yfir á ársfundi Landsvirkjunar fyrir nokkrum árum að það væri ekki hvort, heldur hvenær sem sæstrengurinn yrði lagður. Sem sagt: Þetta var ákveðið.
Hann hefur ekki dregið þetta til baka. Enginn fjölmiðill sá fréttina í þessu frekar en svo mörgu, sem eru stóratriði, eins og sú yfirlýsing á sama tíma að tvöfalda ætti raforkuframleiðslu landsins fyrir 2025.
Sú stefnuyfirlýsing hefur heldur ekki verið dregin til baka.
Ómar Ragnarsson, 7.11.2018 kl. 14:29
ER BB þá blindur á báðum og brusselskum banditum háður,?
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2018 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.