Þjóðarsjóður bremsar atvinnuþróun

burfellsto.jpgAlþingi er að spá í að stofna "þjóðarsjóð" sem á að mjólka Landsvirkjun og nota féð til að verjast "ófyrirséðum áföllum". Allt í þoku. Það verða ráðnir krakkar til þess að fara með sjóðsféð til New York og London til að braska með og kaupa "verðbréf" (eins og fyrir Hrun). Það er því líklegt að úr verði mikið bruðl og mikið tap. Og minni uppbygging í orku- og innviðum hérlendis. Orkufyrirtækin eru farin að skrúfa orkuverðið upp yfir það sem  atvinnulífið þolir. Lokun atvinnutækja er í uppsiglingu og fyrirtæki þegar farin að reyna að losa sig við iðjuver. Orkuskortur er orðinn viðvarandi á vissum svæðum landsins og vantar fé í uppbyggingu orkukerfisins.

Það er glórulaus stefna að gera Landsvirkjun og Landsnet að okurbúllum sem flæma atvinnufyrirtæki úr landi til þess að blása upp bruðlsjóði stjórnmálaspillingar. Orkufyrirtækin eiga að uppfylla þarfir atvinnulífsins og setja peninga í að byggja upp orkukerfið. Og nota afganginn til að borga skuldir Landsvirkjunar (270 milljarða) og létta ábyrgðum af þjóðinni.

Eyðileging orkugeirans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband