Lögfræðingar útí bæ ráða ráðherra orkumála
17.9.2018 | 18:19
"Þriðji orkupakki Evrópusambandsins leggur ekki skyldu á íslensk stjórnvöld um að tengjast innri raforkumarkaði ESB með sæstreng og reglur hans varða ekki á nokkurn hátt eignarrétt á orkuauðlindum á Íslandi,.." segir lögfræðingur ráðherra orkumála. Ráðherra hefur frá upphafi verið hlynnt 3ja orkupakkanum þó framkvæmd hans brjóti stjórnarskránna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/17/thridji_orkupakkinn_vardi_ekki_eignarrett/
Þarna er farið í kringum aðalatriðið,-stjórnvöld munu ekki ráða því hvort sæstrengur kemur eða ekki,-né hvort Landsvirkjun verður skipt upp ef tilskipunin verður tekin upp.
Stjórnvöld munu ekki ráða ferðinni þegar stjórnskipulegur fyrirvari Íslands um tilskipunina er felldur niður af Alþingi. -Nema að semja sérstaklega um það við ESB.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
ÞORA ÍSLENSK STJÓRNVÖLD Á KLÓSETTIÐ ÁN ÞESS AÐ FÁ RÁÐ FRÁ ESB ?
MEGA ÞEIR OKKUR AÐ MEINALAUSU SKRÍÐA FYRIR ÞESSUM EFTIRHERMUM HITLERS- AÐ GERA ALLA EVROPU HÁÐA EINRÆÐI !
FÖRUM AÐ SPYRNA VIÐ FÓTUM- OKKUR VANTAR AÐ VÍSU STJÓRN EN EKKI AÐ GEFA LANDIÐ TIL BRÚKS ESB.
Erla Magna Alexandersdóttir, 17.9.2018 kl. 19:10
Það er spurning Erla,en yfirleitt gengur ræpan úr þeim í ræðustóli þar sem þeir geta spáð í hvort hún er ESB mikið mál.
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2018 kl. 20:56
Á einhverjum tíma gefst fólk upp og tekur fram amboðin, þegar það þarf að búa við hverja drullusokka stjórnina af annarri og ekkert þjóðhagslega vitrænt gerist. En það er gaman í þinginu þegar bunki af reglum og tilskipunnum kemur frá Evrópusambandinu, þá þarf ekkert að hugsa, bara samþykkja í nokkra daga og þingið vinnur stórkostlegt afrek. Þá er náttúrulega þörf til að hvílasig aðeins.
Það sniðuga í þessu öllu saman er Bjarni Ben. Formaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur helst staðið í ströngu við að mynda ónýtar stjórnir, sem hann hefði betur látið ógert. Greind Bjarna virðist falla ágætlega að peningum, en lengra nær hún ekki, nema kannski út í eyrun og kúlulána drottningin hvíslaði að honum á lokametrum í ICESAVE og hann snéri umsvifa laust við blaðinu og gerðist kaldur gaur.
Svo grenjaði hann í sjónvarpi, en staðreyndin er sú að hann var alveg nákvæmlega jafn vitlaus í þessu máli og Steingrímur sem sagði þegar dómur Evrópudómstómstólsins féll okkur í vil og rökin fyrir honum komu fram. Meiningin í því sem Steingrímur sagði var. Nú var þetta svona, ég vissi það ekki.
Þetta eru því afburða gáfumenn báðir tveir og eru enda saman í stjórn og Steingrímur hinn undirförli og ósannsögli er fyrir mátt Bjarna Ben orðin forseti alþingis.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2018 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.