Verslunarhöft EES á snyrtivörur
14.8.2018 | 11:51
Verslunarhöftin sem við fáum með EES-samningnum eru ekki tollar heldur kvaðir um skráningu eða leyfi hjá ESB. Þau gera það að verkum að valkostir neytenda verða færri og oft verri og dýrari. Nú hafa fundist á markaðnum hér snyrtivörur sem ekki uppfylla skilyrði í EES-reglugerðum (Mbl.14.8.2018). Ekki þannig að eitthvað eitrað eða bannað efni sé í snyrtivörunum. Innihaldsefnin geta verið í góðu lagi og vel rannsökuð. En það dugir ekki, efnin skulu vera frá þeim sem ESB hefur velþóknun á. Og við hlýðum. https://www.frjalstland.is/2018/01/23/afnam-verslunarhafta/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.