EES veldur orkuskorti

Atvinnureksturinn í landinu fær ekki þá raforku sem hann þarf, fyrirtæki eru í vandræðum vegna orkuskorts. Bygging virkjana og raflína, svo ekki sé talað um nýbyggingu iðnaðar, hefur ekki fylgt þróuninni. "Samkeppnisaukandi" eða "umhvefisverndandi" EES-tilskipanir hafa hamlað eðlilegri þróun orkugeirans, fest hann í hlekkjum regluverks EES um m.a. umhverfismat og starfsleyfi. Einnig er farið að sóa raforku í óhagkvæm notkunarsvið, að hluta vegna EES-tilskipana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað ekki EES sem veldur orkuskorti heldur það að megnið af orkunni er selt erlendum fyrirtækjum langt undir kostnaðarverði. Og hins vegar, jafnvel þótt við værum ekki í EES værum við væntanlega ekki eins og villta vestrið - við hefðum auðvitað kröfur um umhverfismat og starfleyfi samt sem áður.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.8.2018 kl. 21:08

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hvað pár er nú þetta. Gott væri er sá sem þetta rantar komi fram undir nafni og geri grein fyrir skoðun sinni.

Hér slá menn og konur sig til riddara í nafni sjálfsstæðis en gera svo um leið þarfir sínar yfir augljósa hluti líkt og leyfismál og umhverfismat. Augljóslega vill sá sem þessa skoðun sína skrifa hafa hér vilta vestrið í umhverfismálum, líkt og einn flokkur er búin að koma í tveim af helstu útflutningsgeirum þjóðarbúsins.

Auðvitað er það svo rétt sem Þorsteinn skrifar hér að ofan, hér hafa tveir flokkar umfram aðra lagt áherslu á að virkja hér allar þær sprænur sem mögulegt er til þess að "gefa" fyrirtækjum sem svo ekki greiða þá skatta sem þeim ber.

Undarlegt rant hér á ferð, að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.8.2018 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband