Hótanirnar eru byrjaðar

Þegar einhver fer að fetta fingur út í tilskipanirnar frá Brussel byrja gjarnan erindrekar EES hérlendis, ráðuneyti, embættismenn og ESB-sinnar, að koma með staðlaðar hótanir. Nú koma hótanir, ætlaðar eyrum alþingismanna, um að ef að Alþingi stimpli ekki persónuverndarlög ESB þá...

-förum við á svartan lista...

-fáum sektir og refsingar...

-verði íslensk fyrirtæki útilokuð...

Hótanir, loforð, gylliboð, fjárburður og blekkingar eru hluti af stjórnaðferðum stórvelda í landvinningum. En það hefur sjaldnast verið neitt að marka hótanirnar. Meðal stærstu viðskiptavina fyrirtækja í ESB eru bandarísk, kínversk og japönsk fyritæki, þau lönd lögleiða ekki ESB-tilskipanir hjá sér en þarlend fyrirtæki halda samt áfram að hafa viðskipti við fyrirtæki í ESB.

Ef ESB setur Ísland eða fyrirtæki hérlendis á svartan lista hefði það takmörkuð áhrif og er mjög ólíklegt. Nema að þá yrði komið kjörið tækifæri að losna út úr EES í fótspor Breta og opna á viðskipti við heiminn allan og segja EES-samningnum upp.

Sektarboð frá ESB til Íslands eru ekki bara lögbrot heldur hlægileg, ESB getur ekki sektað Ísland. Ekki heldur fyrirtæki hér. Ennþá. En það gæti breyst með "persónuverndarlögum" ESB sem verið er að reyna að véla í gegnum Alþingi nú, í trássi við þolendur, kunnáttumenn, heilbrigða skynsemi og stjórnarskrána.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vinna ekki Íslendingar hjá EFTA og EES. Þeir eru óvinir okkar. 

Valdimar Samúelsson, 8.6.2018 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband