Persónuverndarlög ESB áttu að skella á í gær
26.5.2018 | 13:20
ESB fyrirskipaði að eitt dýrasta skriffinnskufinngálkn sem við höfum lent undir með EES, persónuverndarlög, skyldu ganga í gildi í gær. Sambandið fær með lögunum stjórnvald yfir málafokknum og dómsvald til dómstóls ESB (kallaður Evrópudómstóllinn), sá hefur ekki haft vald hér en á að fá það nú á fullveldisárinu. Andstaðan gegn lögunum er víðtæk. Líka í Noregi, í norska þinginu greiddu stórir stjórnmálaflokkar atkvæði gegn tillögu norsku ríkisstjórnarinnar á þriðjudaginn var.
Athugasemdir
Það gleymdist bara alveg að upplýsa almúgann um hvað felst í þessum persónuverndarlögum. Sem hafa reyndar ekki enn verið lögfest hérlendis.
Kolbrún Hilmars, 26.5.2018 kl. 17:04
Ætli sá sami almúgi líði stjórnmálamönnum að fremja stjórnarskrábrot,með því að innleiða þegjandi þessi (Ó)lög?
Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2018 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.