Persónuverndarlög frá stórabróður
16.4.2018 | 18:38
Alþingi þarf nú að stimpla EES-tilskipun um persónuverndarlög. Þau verða eitt dýpsta kviksyndið í tilskipanafeni EES.
Sveitarfélögin þurfa milljarð á ári til að uppfylla kvaðir tilskipunarinnar, þau geta ekki borgað, hafa nóg með sitt. Sjúkrahúsin og ríkisstofnanirnar þurfa fúlgur fjár og bankar og fyrirtæki velta kostnaðinum á viðskiptavinina. Málsmetandi aðilar hafa beðið um að þessi lög verði ekki sett, margir hafa lýst þau ónothæf, sumir vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka "---stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana og auki fjárframlög til veitenda heilbrigðisþjónustu til að mæta þessum auknu og íþyngjandi kröfum---" (Eybjörg Hauksdóttir og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir í Morgunblaðinu 23.3.2018).
Samráðsgáttin hefur fengið úrbótatillögur um lögin. En það er tímaeyðsla að reyna að hafa áhrif á EES-tilskipanir, þær eru alltaf stimplaðar, "samráðið" er sýndarmennska. Stóribróðir, ESB, vill vernda okkur undirsátana hvern fyrir öðrum og stjórna hvernig upplýsingar séu notaðar og efla sitt vald og auka rétthugsun.
Það hefur enginn sagt hve stóra hrúgu af milljörðum "persónuverndarlög" ESB kosta landsmenn. Stóribróðir borgar aldrei. Enginn virðist verja okkar hagsmuni, Alþingi hefur ekki sagt okkur hvað lögin þurfa af skattfé. Skriffinnskuhyldýpi þessara ESB-laga verða skattgreiðendur að ausa sínu fé í að óþörfu, við gætum vel búið til lög hér heima í samræmi við okkar aðstæður.
Athugasemdir
ISLAND ER EKKI LENGUR SJÁLFSTÆTT RÍKI.
ALMENNINGUR VEIT EKKERT UM HVERKONAR AFSALSSJÖL FULLIR FULLTRÚAR OKKAR Í GÓÐUM VEISLUM HAFA SKRIFAÐ UNDIR.
Erla Magna Alexandersdóttir, 16.4.2018 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.