Undirgefin Nobelstofnun
3.9.2023 | 13:07
Rússlandi er ekki boðið á afhendingu Nóbelsverðlauna. https://www.svd.se/a/mQ452l/nobelstiftelsen-backar-bjuder-inte-in-ryssland-iran-och-belarus
Nóbelstofnunin er nú orðin ber að því að vera handbendi hernaðarvaldsins í Washington. Friðarverðlaunin hafa upp á síðkastið farið til aðila í Úkraínu og Hvítarússlandi sem eru Bandaríkjastjórn, NATO og ESB þóknanlegir og berjast gegn Rússum.
Evrópusambandið sem ásamt með NATO rekur hernað gegn Rússum, en þykist vera að styðja lýðræðið, fékk líka Nobelsverðlaun fyrir að hafa -"stuðlað að friði, sáttum og lýðræði í Evrópu-"! Eins og lesendur vita eru þetta hrein öfugmæli.
Obama Bandaríkjaforseti fékk líka friðarverðlaun Nobels, kannske stigu þau honum til höfuðs, stjórn hans koma af stað Úkraínustríðinu 2014 með blóðugu valdaráni og hernaðarárásum á rússnesku íbúa Austur-Úkraínu
Þrátt fyrir að Rússland hafi lagt heimsyggðinni til fjölda afburðamanna hefur Nobelstofnunin oft gegnið framjá þeim. Leo Tolstoy fékk ekki Nóbelsverðlaun. Dimitri Mendelejeff fékk aldrei Nóberlsverðlaun.
Norræna undirlægjumenningin gagnvart stríðsþjóðunum er að ná áður óþekktum hæðum. Nobelstofnunin verðlaunar varasama loddara, tískuhreyfingar og ófriðaröfl á vegum Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu sem heimsbyggðin er í vaxandi mæli farin að sjá í gegnum og vinna gegn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.9.2023 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)