Ísland í stríð?

soldiers-1172111_960_720Á Ísland að taka þátt í stríði með ESB? Aðildin að EES og veik stjórn utanríkismála hefur flækt landið í vopnaflutninga til stríðs í Úkraínu. Þar eru NATO- og ESB-lönd vopnabirgjar, yfirstjórnendur, fjármagnendur, hernaðarráðgjafar, herþjálfarar, njósnarar, málaliðabirgjar og áróðursskáld. ESB ætlar nú að auka framlög til hermála um hundruðir milljarða evra.

Josep Borrell, utanríksimálastjóri ESB, segir: Innrás Rússa í Úkraínu hefur vakið okkur upp um öryggi og varnir ESB - vegna lítilla fjárfestinga er varnarmáttur okkar ónógur fyrir þær ógnir sem við stöndum frammi fyrir-

https://www.frjalstland.is/2022/05/31/evropusambandid-hervaedist/

Josep má ekki segja en það voru ESB- og NATO-aðilar sem ógnuðu Rússum og byrjuðu ófriðinn: Vopnuð árás NATO- og ESB- aðila með launuðum vígamönnum og öfgaskríl á löglega kjörin stjórnvöld Úkraínu hófust sama dag og Úkraína hafnaði aðild að ESB.

https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/

Það hefur löngum verið best fyrir okkur að taka sem minnstan þátt í stríðsbrölti og lygaflækjum ESB-landa.

Bloggið skirfar Friðrik Daníelsson


Bloggfærslur 7. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband