Tvær skýrslur á dag

koma skapinu í lag hjá skriffinnum EES!

LÍ

-"Bankinn sendir tvær skýrslur daglega  - eftirlitskröfur, sem eiga rætur að rekja til Evrópu, valda því að æ fleiri handtök inan bankakerfisins fara í að fylla út skýrslur og svara erindum frá eftirlitsstofnunum-" (Mbl hefur eftir bankastjóra Landsbankans 11.8.2022).

Það er ekki nema von að unga fólkinu gangi hægt að kaupa hús yfir höfuðið, bankarnir hafa allt annað að gera en að sinna þeim, og braskararnir fá að sprengja upp verðið á íbúðunum.

Íslenskum bönkum og öðrum fjármálastofnunum er stjórnað frá ESB samkvæmt sívaxandi haug af EES-reglum. Fjórar ESB-stofnanir fengu völdin yfir fjármálafyrirtækjunum, Fjármálaeftirlitið er umboðsaðili. Auk þess fengu ESA og EFTA-dómstóllinn (mamma og pabbi EES-óvitanna) aðfararhæft dómsvald hérlendis. Alþingi samþykkti það kinnroðalaust þó að það væri brot á stjórnarskránni.

Regluverk EES hefur reynst íslenskum bönkum herfilega. Frá 1994 til 2008 kom það af stað ofbólgu og útrásaræði sem endaði með Hruni.

ESB dylur ekki lengur ásóknina í völd yfir fjármálageiranum

 

Ath. Það er mjög óvenjulegt að hátt settir stjórnendur á Íslandi hafi kjark til að tala sannleikann um EES-samninginn, Lilja bankastjóri Landsbankans er undantekning.


Bloggfærslur 11. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband