Áburðarframleiðsla

fieldspexels-photo-259280Nú er svo hátt verð á innfluttum áburði að bjartsýnismenn vilja endurreisa áburðarframleiðslu með svipaðri aðferð og var í Gufunesi: Framleiða vetni í áburðinn með rafmagni sem er að vísu margfalt dýrara en að famleiða það úr metani (jarðgasi) eins og stórir áburðarframleiðendur gera. En ef stjórnvöld hér standa með innlendri framleiðslu getur viss aukakostnaður verið yfirstíganlegur í ljósi reynslunnar af óöryggi og dýrum innfluttum áburði.

Það má líka flytja inn jarðgas til framleiðslunnar sem til skamms tíma hefur verið auðaðgengilegt og ódýrt á alþjóðamörkuðum þó herferðin gegn jarðefnaeldsneyti hafi sett það í uppnám um sinn. Með eigin framleiðslu áburðar mundi landið verða minna háð tískustraumum og markaðssveiflum. En bæði kalíið og fosfórinn þarf að flytja inn svo áburðurinn verður áfram eitthavð háður duttlungum á mörkuðum.

Eitt af skammarstrikum íslenskra stjórnvalda á tímum einkavæðingar og EES-samningsins var að afhenda gæðingum og "fjárfestum" góð fyrirtæki í almannaeigu. Áburðarverksmiðjunni, Sementsverksmiðjunni og Kísilgúrverksmiðjunni var fórnað með ýmsum fölskum rökum um vond umhverfisáhrif og óhagkvæmni. Nú er komið í ljós að mikil mistök voru gerð.

Tilbúinn áburður hefur lengi verið skotspónn umhverfistískufrömuða en ljóst er orðið að ekkert getur komið í staðinn fyrir hann.

Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var braskvædd og svo lokað, sögð hættuleg vegna mengunar, leka- og sprengihættu. Það var einföldun og ýkjur, það mátti hafa stjórn á hættunum og halda íbúðabyggð í fjarlægð. Að flytja verksmiðjuna var líka hægt, hún var nýleg að hluta.

 

 


Bloggfærslur 15. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband