Orkukreppa ESB versnar
15.9.2021 | 16:47
Orkuverðið er nú komið upp úr öllu valdi í ESB, mörg fyrirtæki og heimili geta ekki borgað lengur. Ein aðalástæðan eru barnslegar hugmyndir ESB um "kolefnishlutleysi" sem hefur hleypt verði á losunarheimildum koltvísýrings í hæstu hæðir sem leggst á orkuframleiðendur. Þetta er erfitt fyrir ríkisstjórnir ESB sem hafa skrúfað sig upp í glórulaus loforð fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow í nóvember en kostnaðurinn lendir á kjósendum sem eru orðnir þreyttir á Covid-mistökum stjórnvalda og efnahagsþrengingum.