Óþarfur EFTA-dómstóll
4.8.2021 | 12:23
Ein af blekkingunum um EES-samninginn er að Fríverslunarsamtökin EFTA hafi einhvers konar dómsvald um EES með svokölluðum EFTA-dómstól. Sannleikurinn er sá að dómstóllinnn hefur ekkert með EFTA að gera, hann er aðallega úrskurðar- og álitsnefnd um klögumál frá eftirlitsstofnuninni ESA, annarri dulbúinni EES-skrifstofu. Viðbótarhártogun er að dómstóllinn sé "alþjóðlegur"! Aðild að honum eiga eingöngu Noregur, Ísland og Liechtenstein þrátt fyrir að hann dæmi að lögum ESB. Fulltrúar þjóðanna þriggja eru "sjálfstæðir" sem þýðir á máli ESB að þeir mega ekki taka tillit til laga landsins sem þeir eru fulltrúar fyrir.
Gamall dómsforseti EFTA-dómstólsins fer nú með ásakanir gegn eftirmanni sínum og vænir hann um að hafa "glatað sjálfstæðinu" af því að hann gaf ríkisstjórn Íslands ráð í neyðarástandi Covid 19 sem orsaki að dómstóllin hafi nú minna vægi en áður. Greinilega hefur fortíðarþrá gripið gamla forsetann eftir þeim dögum þegar menn héldu að EFTA-dómstóllinn væri merkilegur. Dómar hans eru ekki aðfararhæfir, íslenskir dómstórlar geta sinnt verkefnum sem hann fær. Ásakanir gamla dómsforsetans gegn eftirmanni sínum eru ekki stórmannlegar en hafa blæ persónuárása gegn virtum íslenskum dómara og áróðurs fyrir EES-samningnum sem er orðinn jafn úreltur og "EFTA-dómstóllinn"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)