Viltu rafeldsneyti?
27.8.2021 | 13:59
Ein af heimskulegustu hugmyndunum (á eftir rafbílum, vindmyllum og endurheimt mýravilpna) í "loftslagsaðgerðum" ESB/EES er að framleiða "rafeldsneyti". Það er í sjálfu sér hægt að búa til eldsneyti með rafmagni þó engum efnaverkfræðingi detti það í hug. En ef hægt er að láta óvitandi almúgann, eða einhver platkvótakerfi, borga "orkuskiptin" eða "kolefnishlutleysið" er alls kyns vitleysa framkvæmanleg.
Þú gætir fengið raf-tréspíra (metanól framleitt úr reyk og vatni) á bílinn þinn. Ef tankurinn tekur 50 lítra af bensíni þarftu nýjan 110 lítra tank undir tréspírann ef þú villt komast jafn langt og á bensíninu. En passaðu að það séu einhverjir aðrir sem borga fyrir áfyllinguna. Og hafðu með þér grímu og eldhemjandi hanska, tréspíri er eitraður og eldfimur.
https://www.frjalstland.is/2021/08/27/hvernig-a-ad-nyta-islenska-raforku/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)