Að missa bankakerfi
18.8.2021 | 12:55
Ekki margar þjóðir vita hvernig er að missa bankakerfi. En Ísland tapaði sínu 8.10.2008 þegar Bretar kyrrsettu eignir bankanna, þ.m.t. eignir Seðlabanka íslenska ríkisins. Bankarnir voru þá farnir að starfa samkvæmt regluverki ESB sem var ein aðalástæða hrunsins. Það þurfti neyðarlög til að taka þá aftur undir íslenk lög. En það sem ennþá vekur ugg er að íslenska fjármálakerfið er enn og aftur farið að lúta að miklu leyti regluverki og eftirlitsbákni ESB/EES.
Og nú eru stjórnvöld okkar enn og aftur lömuð og horfa upp á greiðslumiðlunarfyrirtækin hverfa úr landi eitt af örðu. Kannske þurfum við annað Hrun til að okkar ráðalausu ráðamenn fái kjark til að taka af festu á stjórn fjármálakerfisins. https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/08/18/ur_hondum_islendinga/