Ríkisstjórnin á að semja við ÍSAL
24.7.2020 | 18:02
Nú hefur komið í ljós að ríkisstjórn Íslands stingur hausnum í sandinn meðan helstu gjaldeyrisaflendur landsins ætla að pakka saman. -"Opna samningana"- eða -"samningar milli tveggja fyrirtækja"- segja máttvana ráðherrar sem eiga að hafa yfirstjórn með fyrirtækinu sem er að flæma mjólkurkýrnar úr landi. Ríkisstjórnin þorir ekki að segja fyrirtæki þjóðarinnar, Landsvirkjun, fyrir verkum heldur lætur það leika lausum hala með markaðsvæðingar tilskipanir ESB/EES. Og auk þess leyfa íslensk stjórnvöld aðra ESB/EES áþján sem samkeppnislöndin leyfa ekki, t.d. ETS brask- og svindlkerfi ESB með "losunarheimildir" og verslun með lygar, sk. upprunavottorð.
Það var ríkisstjórn Íslands sem samdi um byggingu ÍSAL 1966. Sú ríkisstjórn var ekki máttvana. Mikilvægi ÍSAL fyrir landið er meira en flestra fyrirtækja í landinu. Það er því ríkisstjórn Íslands sem verður að taka keflið aftur og leita vitlegra samninga. Og láta fyrirtæki ríkisins, Landsvirkjun, svo vita um niðurstöðuna.
https://www.frjalstland.is/2020/04/08/ees-er-ad-eydilegja-framleidsluidnadinn/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2020 kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)