Að meiða fugla og spilla umhverfi

birdskilledbywindmills11-dscn0086_1359821.jpgEinhverjir skýjaglópar á EES (frá ESB, Íslandi eða Noregi með íslenska sendla á mála) ætla að reisa vindmyllur hér. Nú hafa 34 vindorkuver verið tilkynnt Orkustofnun en eitt helsta hlutverk hennar er að sjá um að landsmenn hlýði EES-tilskipununum. Mörg vindmylluverkefnin er búið að undirbúa með miklum kostnaði. Sveitastjórnir, sem eru undir stjórn EES/ESB-reglubáknsins í ýmsum umhverfismálum og hafa oft lítið vit á þeim, halda að vindmyllur séu "umhverfisvænar" og hagkvæmar. Sveitarfélögin hafa látið véla sig í að undirbúa vindmyllugarða og jafnvel að útvega lyngmóa og útsýnishæðir undir finngálknin. (Mbl. 18.4.2020).

Það er nóg af virkjanakostum á Íslandi þó umhverfið og fuglarnir séu látin í friði. Vindmyllur eru og verða einn óhagkvæmasti og mest umhverfisspillandi virkjanamáti sem til er. Þær valda miklum hættum, þær meiða og drepa fugla í stórum stíl og hafa slæm áhrif á lífríki svæðanna. Meira að segja umhverfistrúboðarnir eru farnir að vara við þeim.

https://www.bbc.com/future/article/20200302-how-do-wind-farms-affect-bats-birds-and-other-wildlife

 


Bloggfærslur 18. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband