Fór jarðhitinn í hítina?

elli_aarlonmynd5_3.jpgBesta fyrirtæki okkar Reykvíkinga er nú svo illa komið að það getur ekki útvegað okkur nægt heitavatn. Kalt í húsum, kalt í lauginni og pottunum. Og heitavatnið er orðið dýrara en í smábæjunum. Hvað verður eiginlega af peningunum?

EES-tilskipanirnar fóru illa með Orkuveituna, klufu hana í 3 óhagkvæmari fyrirtæki, fjölguðu silkihúfum og komu af stað kostnaðarsamri sýndarsamkeppni í anda ESB/EES. Einni flísinni átti svo að skipta í tvær í fyrra, silkihúfunum fjölgar í takt við orkupakka ESB og þrælslund okkar stjórnvalda.  Dótturfyrirtækin, sem vaxa eins og gorkúlur í kringum greni, gera okkur að sögn orkuveitunnar "umhverfisvæn" eða "sjálfbær" eða "kolefnishlutlaus" eða eitthvað annað meiningarlaust. Þau stunda gæluverkefni og gúlpa í sig peningana okkar: Eitt heitir "Carbfix" sem er barnaleg, gagnslaus og fokdýr (en skemmtileg) háskólatilraun til að taka koltvísýring úr loftinu.https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2250744/

Annað "umhverfisvænt" gæluverkefni er hleðslustöðvar fyrir rafhlöðubíla sem totta til sín almannafé í milljörðum. Innstungunum er holað niður í rigningunni út um hvipp og hvapp og hundar á milli. Þær eru í raun óþarfar og varasamar, menn sem gæta öryggis ferðast ekki á rafhlöðum um landið. https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/

"-Eigendur Hitaveitunnar, íbúar höfuðborgarsvæðisins, eiga rétt á að vera upplýstir um hvers vegna hún hefur hafnað í þessari ótrúlega slæmu stöðu að geta ekki í kuldaköstum fullnægt hitaþörf notenda-" (Árni Gunnarsson vekfræðingur, Fréttabl. 15.12.2020) https://www.frettabladid.is/skodun/kuldaboli-enduruppvakinn/

 


Bloggfærslur 15. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband