Orkustefna óvita og ESB
4.10.2020 | 15:15
Ríkisstjórnin hefur gefið út orkustefnu til 2050 í 12 "markmiðum", að mestu tekin upp úr tilskipunum frá ESB. Seint í rassinn gripið, mikilvægustu kaupendur íslenskrar orku eru þegar komnir með uppgjafahljóð. Stefnan nær svo langt fram í tímann að höfundar í Brussel og Reykjavík verða ábyrgðarlausir, að mestu búnir að geispa golunni 2050. Markmiðalistinn er án vitlegrar forgönguröðunar og blanda af sjálfsögðum hlutum og tískufyrirbærum:
3- "Orkukerfið fjölbreyttara"- Þetta þýðir aðallega vindmyllur og sólarpanela sem eru slæmir orkugjafar, mjög umhverfisspillandi og verða skammlífir hérlendis.
4-"Ísland er óháð jarðefnaeldsneyti---" Þetta eru tískudillur og draumórar ESB og heimsvaldasinna og geta ekki ræst.
5-"Orkumarkaður er virkur og samkeppnishæfur"- Samkeppnismarkaður orku á Íslandi er samkvæmt tilskipunum frá ESB og ónothæfur hér. Orkuframleiðsla á Íslandi þarf að vera án gróðakröfu og samkeppnishæf við orku landa þar sem eru fyrirtæki í samkeppni við íslensk fyrirtæki. Það er orkan hér ekki lengur vegna langvarandi vanrækslu.
10.-markmiðið er það mikilvægasta en óskilgreint: "Þjóðin nýtur ávinnings af orkuauðlindunum"- Þetta þýðir ef marka má núverandi undirlægjuhátt við ESB, að ríkið selur aðilum þar aðgang að auðlindunum.
Þetta markmið (10.) ætti að vera fyrst á listanum og orðast þannig:
Fallvatns- og varmaorkuauðlindir Íslands verði nýttar af almannafyrirtækjum á sem hagkvæmastan hátt til atvinnusköpunar og fyrir heimili og orkunotendur á Íslandi.
Þannig orðað meginmarkmið er nægilegt og segir að almannafyrirtæki haldi notkunarréttinum á orkuauðlindunum og að afskipti ESB verði afnumin. Sjálfbær_þróun_leiðarljós_í_orkustefnu_til_2050
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)