Vindmylluhagkerfi ESB heldur innreið sína

windmillsrawfilm-ihmzqv3lleo-unsplash_1356867.jpgÍ framhaldi af auknum afskiptum ESB af íslenskum orkumálum heldur vindmylluhagkerfið innreið sína hér. Útbreiðsla þess hefur verið í gangi um nokkurt skeið í ESB og einkennist af hnignun og fjölgun fátæklinga (dýpkandi orkukreppa í ESB).

EES-tilskipanir um orkumál hafa opnað á að einhverjir á EES-svæðinu (ESB, Noregi, Íslandi) sæki um virkjanaleyfi á Íslandi. Þar á meðal fyrir vindmyllur, m.a. vill Quadran Iceland Development ehf reisa vindmylluskóg á Laxárdalsheiði (Morgunblaðið 10.1.2020). Ef eitthvert múður veður mun virkjanaframkvæmdunum væntanlega verða þröngvað upp á landsmenn með EES-regluverkinu, atbeina EES-stofnana (ESA og "EFTA-dómstólsins") og ræfildómi íslenskra stjórnvalda (ætli Búðdælingar og Borðeyringar eigi skógarsagir?)

Vindmyllur eru dýrar í byggingu og rekstri, bilgjarnar, endingarlitlar, viðhaldsfrekar, nýting lítil og óörugg, lítið endurnýtanlegar, mengandi í framleiðslu og förgun, valda hljóðmengun og þar á meðal innhljóðsmengun og heilsubresti manna og dýra, hættulegar og þeyta frá sér ísdrumbum, drepa fugla, taka mikið landsvæði og valda miklum landslýtum.


Bloggfærslur 10. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband