Við dönsum eftir pípu ESB
29.5.2019 | 14:49
Þegnar ESB-landa kjósa andstæðinga Brusselvaldsins, Bretar eru að fara út. En við dönsum eftir pípu ESB: Við ráðum ekki við glæpahópana frá ESB (sem hafa frjálsan aðgang hér vegna EES og Schengen). ESB-regluverkið um samkeppni stendur í vegi fyrir hagræðingu í íslenskum fyrirtækjarekstri. Innflutningur á sýklamenguðum vörum frá ESB er hótun við heilbrigði dýra og manna. Gagnslaus taglhnýting við draumóra ESB um kolefnishlutleysi er að verða dýrkeypt.
Alþingi virðist ekki ráða við ásælni ESB í völd yfir landinu. Nú ætlar ESB að taka til sín yfirstjórn og stjórnsýslu yfir stærstu auðlind landsmanna með nýrri tilskipanahrúgu (orkupakka 3). Stór hluti þingmanna telja sig ekki þurfa að hlusta á rök heldur sofa heima. Það verða afkomendur þeirra sem fá okurháa orkureikningana þegar ESB-fyrirtæki fara að hirða arðinn af orkulindunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2019 kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)