ESB löggjöf stjórnar íslensku samfélagi.
30.3.2018 | 12:50
EES samningurinn tekur yfir næstum öll svið samfélags okkar. Upprunalega byggðist hann á samvinnu um hvað af tilskipunum ESB yrðu teknar upp í íslensk lög. Í dag er samvinnan horfin og ESB þvingar EFTA hvaða skuli tekið upp í EES samninginn.
Hér að neðan má sjá hvaða svið falla undir samningsins. Frá upphafi samningsins hafa verið teknar upp um 12.000 tilskipanir ESB í íslensk lög.
Þegar samningurinn var gerður var sett upp mikið nefndarkerfi, 35 nefnda sem átti að yfirfara allar tilskipanir og aðlaga þær aðstæðum og hagsmunum Íslands. Í dag eru þessar nefndir óþarfar, því ekki má breyta efni tilskipana ESB. Þýðingarstofa utanríkisráðuneytisins er í þýðingamesta hlutverkinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)