Norðmenn setja nú allt sitt traust á Íslendinga
26.3.2018 | 17:58
Íslendingar gætu forðað Norðmönnum frá að missa yfirstjórn norska orkukerfisins til Evrópusambandsins. Norska þingið keyrði yfir þjóðarviljann í síðustu viku og samþykkti valdaafsalið. En ef Íslendingar hafna valdaafsalinu þá gengur það heldur ekki í gildi í Noregi samkvæmt EES-samningnum sem báðar þjóðirnar eru aðilar að.
Hin öflugu norsku samtök, Nei til EU, benda nú á að Íslendingar geti bjargað bræðraþjóðinni frá ofríki ESB. Það sem vekur einna mesta athygli í Noregi er að tveir af þrem flokkum í ríkisstjórn Íslands hafa ályktað að hafna valdaafsali um orkukerfið til ESB. Það þykir bera vott um festu og kjark Íslendinga.
Norskir sjálfstæðissinnar horfa vongóðir til Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)