Norðmenn setja nú allt sitt traust á Íslendinga

Íslendingar gætu forðað Norðmönnum frá að missa yfirstjórn norska orkukerfisins til Evrópusambandsins. Norska þingið keyrði yfir þjóðarviljann í síðustu viku og samþykkti valdaafsalið. En ef Íslendingar hafna valdaafsalinu þá gengur það heldur ekki í gildi í Noregi samkvæmt EES-samningnum sem báðar þjóðirnar eru aðilar að.

Hin öflugu norsku samtök, Nei til EU, benda nú á að Íslendingar geti bjargað bræðraþjóðinni frá ofríki ESB. Það sem vekur einna mesta athygli í Noregi er að tveir af þrem flokkum í ríkisstjórn Íslands hafa ályktað að hafna valdaafsali um orkukerfið til ESB. Það þykir bera vott um festu og kjark Íslendinga.

Norskir sjálfstæðissinnar horfa vongóðir til Íslands.


Bloggfærslur 26. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband