Viðskiptakerfi ESB fyrir orku - skrípaleikur á Íslandi.

Tilskipanir ESB um orkumál eru víðfeðmar og ná til framleiðslu,dreifingu og sölu. Til að leggja áherslu á framleiðslu rafmagns með endurnýjanlegum orkugjöfum skapaði ESB vettfang til viðskipta með slíka orku. Í því fellst að framleiðendur slíkrar grænnrar orku geta selt hana á markaði. Þessi tilskipun var tekin upp á Íslandi, en til þess þarf hún að vera skráð í kerfi ESB. Slík skráning fer í gegnum Landsnet Viðskipti með upprunaábyrgðir

Ætla mætti að slíkur markaður ætti lítið erindi fyrir orkufyrirtæki á Íslandi þar sem þau eru ekki tengd orkuneti ESB. En það er öðru nær,frá 2011 hafa íslenskir orkuframleiðendur SELT græna orku á PAPPÍR til ESB, en af því þetta er ekki raunveruleg orka þurfa þau að taka inn sama magn orku á PAPPÍR sem framleidd er með kjarnorku, kolum og olíu.

thX7Q5L1W5

Fáránleiki þessara viðskipta hefur leitt til þess að 75% af innlendri orku er seld sem græn orka til ESB á PAPPÍR og fá í staðinn orku framleidda með kjarnorku, kolum og olíu. Þetta sjá neytendur á rafmagnsreikningum sínum. Útflutningsfyrirtæki matvæla á Íslandi hafa verið í vandræðum vegna þessa máls, því í upprunavottorði afurða stendur með hverskonar orku varan sé framleidd.

Þetta sýnir okkur hvernig skrípaleikurinn með upprunavottorð ESB kemur niður á okkur sjálfum, en orkufyrirtækin fá smáaura fyrir.  


Varað við afskiptum af Íslandi

Hin geysiöflugu norsku samtök, Nei til EU, hafa varað norsk stjórnvöld við að setja stjórnmálalegan þrýsting á Ísland og Alþingi um að samþykkja yfirstjórn ESB á orkukerfinu. Norska þingið samþykkti það í gær um orkukerfi Noregs í andstöðu við þjóðarvilja, verkalýðsfélög og fylkisstjórnir.

Stortinget hefur sniðgengið þjóðina og stjórnarskrána


Bloggfærslur 23. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband