ESB knýr á um að fá að stjórna orkuframleiðslu Íslendinga.
15.3.2018 | 15:13
ACER, stjórnunar og eftirlitsstofnun ESB, gerði áætlun 2010 um framtíðarskipan orkukerfis Evrópu. Undir PAN-EUROPE orkukerfinu þeirra eru Ísland og Noregur undir svokölluðu "Region Nordic". Tilgangurinn er að fá meiri græna orku inn í evrópska orkukerfið.
ESB knýr á um að tilskipunin um ACER skuli innleidd á Íslandi svo orkuframleiðsla á Íslandi falli undir stjórn ACER. Framtíðarsýn ACER gerir ráð fyrir sæstreng frá Íslandi sem tengist inná orkukerfi Evrópu. Gert er ráð fyrir 2700 GWst. í gegnum þann streng(en Landsvirkjun gerir ráð fyrir 5700 GWst). Það þýðir að auka þarf orkuframleiðslu um 30% með nýjum virkjunum.
Ef Alþingi samþykkir 3ju orkutilskipunina frá ESB um ACER (sem er væntanleg núna á vorþinginu), missir þjóðin vald á orkukerfinu og stórfelldar virkjana -og línuframkvæmdir (+30%)munu sjá dagsins ljós. Frelsi markaðsins, framboð og eftirspurn í Evrópu eftir grænni orku mun svo ráða og verð snarhækka, þar með munu fyrirtæki og almenningur hér á landi þurfa að greiða mun hærra orkuverð en nú er. Hafa stjórnmálamenn vald til að setja þessar ákvarðanir (og afleiðingar) í hendur erlendri stofnun og vill þjóðin það?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Regluverk framkvæmdastjórnar ESB um hið Sameinaða Markaðsskipulag (CMO) gerir ráð fyrir að efla fyrirkomulag markaðsstuðnings vegna offramleiðslu og útflutning. Inngrip með kaupum verður áfram til staðar á hveiti, korni, hrísgrjónum, nautaafurðum, smjöri, mjólkurdufti.
Til viðbótar þessum vörutegundum er langur listi afurða sem hægt er að veita geymslustyrki til. Það sem verra er,- kerfið viðheldur einnig möguleikanum á útflutningsstyrkjum á kornvörum, hrísgrjónum, sykri, mjólkurafurðum, nauta og kjúklingaafurðum og unnum vörum þessara afurða.
Í grein 133 í CMO segir til að auðvelda útflutning sem byggir á magni (kvóta) og verðum á heimsmarkaði ( ), getur mismunurinn á á magni og verðum innan sambandsins verða bættur með útflutningsstyrkjum orðalag eins og veita ákveðna styrki og endurgreiðslu þegar þegar þörf er á að koma í veg fyrir truflanir á innri markaði, er algengur texti þar.
Markaðsívilnanir, beingreiðslur og útflutningsstyrkir eru mismiklir eftir vörum í styrkjakerfinu. Mjólk og nautgripa-afurðir njóta mest stuðnings, en kjúklinga og svínarækt njóta minni stuðnings, þeir geirar njóta engra beingreiðslna og lítilla geymslustyrkja, en njóta niðurgreidds fóðurs, (fóður er um 70% framleiðslukostnaðar), útflutnings- og fjárfestingastyrkja. Miklir fjárfestingarstyrkir hafa farið í endurnýjun á stórum verksmiðjubúum í þessum greinum.
Þessum ójöfnu aðstæðum gagnvart innlendri framleiðslu er ekki haldið á lofti. Íslenskir stjórnmálamenn tala gjarnan um að innlend framleiðsla verði að vera "samkeppnishæf"!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)