Færsluflokkur: Ferðalög
Meiri stríðsæsingar
25.2.2023 | 16:03
Leiðtogar í NATO- og ESB-löndum, þar á meðal á Íslandi, hafa í heilt ár gelt eins og óðir hundar á Rússland. Jafnvel æðsta embættisfólk í ríkisstjórn Íslands hefur sent frá sér ritsmíðar sem eru endurprentanir á áróðri NATO og ESB, samsull rangra fullyrðinga byggðar á hættulegri vanþekkingu sem á eftir að verða Íslandi dýrkeypt ef hún fær að vaða uppi miklu lengur. Þjóðarsjónvarp Íslands endurvarpar stöðugt áróðri frá falsanasmiðjum í NATO- og ESB-löndum og sendir fréttamenn til Úkraínu en ekki til Rússlands. NATO og ESB hafa brotið allar umgengnisvenjur siðaðra manna og þjóða og valdið limlestingum og dauða hundruða þúsunda manna og stóraukið hættuna á gereyðingastyrjöld.
Vitiborið fólk í Bandaríkjunum vill stöðva Úkraínustríðið sem okkar ráðamenn geta tekið sér til fyrirmyndar þó þeir nái ekki upp í hvað er að gerast í Úkraínu.
Friðrik Daníelsson
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
63 þingmenn geta ekki sett lög án þess að þau mígleki.
6.4.2021 | 13:32
Nú eru sóttvarnaaðgerðir sem áttu að tryggja betri vörn á landamærum, svo þjóðin gæti strokið sæmilega um höfuðið, fyrir bí.
Ný sóttvarnalög voru sett af hinu háa Alþingi eftir talsverða umræðu og að venju var lítil samstaða um lögin þó í húfi væru varnir lands og þjóðar.
Nú var reglugerð sem byggð var á þessum lögum skotin í kaf af héraðsdómara, VEGNA vankanta á lögunum.
Slík vinnubrögð Alþingis eru að koma upp trekk í trekk á undanförnum árum, þrátt fyrir gífurlega aukningu á aðstoðarmönnum þingmanna og ráðherra, sem áttu að bæta álag og vinnubrögð og þar að auki hafa þingmenn hækkað við sig launin þannig að nú ættu þau að laða til sín hæfara fólk. -EN HVAÐ? Sífellt verri vinnubrögð er niðurstaðan.
Spurningin er, er þetta leti eða almenn vanhæfni?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mengunarkvótar ESB ganga kaupum og sölum
30.8.2018 | 14:29
Verð losunarheimilda í sögulegu hámarki.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/29/verd_losunarheimilda_i_sogulegu_hamarki/
Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er all sérstakt. Tilskipun 2003/87/ESB kom á fót viðskiptakerfi með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, hún var tekin inn í EES-samninginn árið 2007 (Lög nr. 65 28. mars 2007). Þetta kerfi á að stuðla að minnkun losun mengandi lofttegunda.
Viðskiptakerfið byggist á því að að tiltekin starfsemi er gerð háð losunarheimildum.Fyrirtækjum er óheimilt að starfa án losunarheimilda og verða að upplýsa um árlega losun sína á lofttegundum. Ef ekki, eru fyrirtækin sektuð. Ákveðinn er heildarpottur losunarheimilda fyrir ESB allt, þeim losunarheimildum er að hluta úthlutað endurgjaldslaust til fyrirtækja með vaxandi skerðingu og að hluta til eru þær boðnar upp. Árið 2013 var um 80% losunarheimilda úthlutað til fyrirtækja án kostnaðar en 2020 er áætlað að það verði komið niður í 30%. Mismunurinn er settur á uppboðsmarkaði Árið 2016 voru seldar losunarheimildir fyrir 15.800.000.000 (15,8 billjónir)á uppboði. Þessum fjármunum er skilað til ESB og aftur úthlutað til ríkjanna eftir ákveðnum reglum.
https://ec.europa.eu/clima/policies/ets/auctioning_en
Sem sagt, ESB selur fyrirtækjum leyfi til mengunar án þess að gera kröfu um minni mengun. Ætlar að láta hækkandi losunarheimildir neyða fyrirtækin til aðgerða. Engin ríki utan ESB/EES beita fyrirtækjum sínum slíkum þvingunaraðgerðum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)