Færsluflokkur: Evrópumál
Hagsmunagæsla í Brussel
5.6.2020 | 18:02
Ríkisstjórnin getur ekki stjórnað landinu en hyggst í staðinn auka hagsmunagæslu landsins í Brussel af því að tilskipanir um orkukerfið (4. pakkinn) eru á leiðinni þaðan (Mbl 4.6.2020). Settur hefur verið á fót starfshópur sem mun eyða skattfé landsmanna í að sitja fundi með ESB-skriffinnum án árangurs eins og venjulega. 4. orkupakkinn byggir á fjöldaforheimskun um loftslag og fyrirskipar aðildarlöndum ESB/EES að 32% af orku þeirra verði "endurnýjanleg" 2030. Það þýðir að stærðar landssvæði þarf að leggja undir umhverfisspillandi og óhagkvæmar vindmyllur og sólhlöður.
Við ættum ekki að hafa áhyggjur, 70% of okkar orku er "endurnýjanleg". En ESB ætlar að fá hana senda með sæstreng, þá þarf að loka iðjuverum og hækka orkuverð hér. Svo þarf að byggja fugladrepandi og ljóta vindmylluskóga hér svo draumar ESB geti ræst. Á stefnuskrá ESB er "loftslagshlutleysi", stundum kallað kolefnishlutleysi, 2050, glórulaus skýjaborg ESB forsprakka sem verða gleymdir þegar hún hrynur.
Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Út úr Covidkreppunni
1.6.2020 | 13:26
Máttvana stjórnvöld halda að eyðsla almannafjár í að bjarga einkafyrirtækjum geti komið okkur út úr Covidkreppunni. Það er fáviska, við erum með félagslegt kerfi sem lætur almenna sjóði bjarga fólki frá örbirgð með atvinnuleysisbótum m.a., það kostar sitt en dugir meðan duglegir Íslendingar eru að finna sér vinnu.
Það eru til vitlegar aðferðir við að efla atvinnu og efnahag. Ein er að endurreisa landbúnaðinn eftir áratuga vanrækslu og undirlægju við EES-áþjánina. Það þarf aðeins einfaldar stjórnvaldsákvarðanir, engan fjáraustur úr sjóðum almennings.
Sjálfstæðar þjóðir framkvæma neyðaraðgerðir þegar þjóðarnauðsyn krefur.
Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EFTA-dómstóllinn í ljósi lýðræðishalla
25.5.2020 | 10:41
Hörð gagnrýni helstu lögspekinga á þróun EES samningsins. Þingmenn standa ekki undir ábyrgð sinni.
Eftir Eyvind G. Gunnarsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Stefán Má Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
"Eftir fyrrgreinda dóma EFTA-dómstólsins ríkir ójafnvægi milli samningsaðila EES-samningsins, Íslandi og öðrum EFTA/EES ríkjum í óhag, sem ekki hefur verið veitt nægileg athygli. Ójafnvægið veldur m.a. því að aðildarríki ESB standa betur að vígi heldur en EFTA/EES ríkin hvað varðar viðskipti með landbúnaðarvörur og möguleikum til að halda uppi ríkum kröfum um verndun á heilsu manna og dýra.
Niðurstaða EFTA-dómstólsins í þeim málum sem að framan eru rakin er ekki sannfærandi. Því má m.a. halda fram að með því að horfa alfarið fram hjá tilvísun 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. hafi dómstóllinn í raun breytt EES-samningnum. Þetta vekur upp spurningar um það hvort dómstóllinn hafi haldið sér innan valdmarka sinna. Síðari dómar í málum E-2/17 og E-3/17 hafa ekki bætt úr því. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að EES-samningnum verður ekki breytt nema með þeim hætti sem samningurinn áskilur í þeim efnum."
https://ulfljotur.com/2018/04/10/efta-domstollinn-i-ljosi-lydraedishalla/
Landakaup útlendinga má ekki banna
23.5.2020 | 11:38
Eigur þjóðarinnar fara ein af annarri í súginn, undir huldufjárfesta og útlendinga sem leggja undir sig land með virkjana-, vatns- og veiðiréttindum.
Okkar stjórnvöld geta ekki stjórnað landinu lengur. Þau segjast ætla að setja lög gegn kaupum útlendinga á landi.
Það er sýndarmennska og hluti af lygavefnum um EES. Allar lagasetningar um landakaup eiga jafnt við um Íslendinga sem EES-aðila meðan EES-samningurinn er enn í gildi.
https://www.frettabladid.is/frettir/telur-frumvarp-um-jardakaup-i-andstodu-vid-ees-samning/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ausið úr sjóðum almennings
20.5.2020 | 21:06
Stjórnmálamenn okkar treysta sér ekki til að stjórna landinu sjálfir heldur sitja fastir í viðjum framandi regluverks sem EES hefur leitt yfir landið.
Stjórnvöld okkar þykjast geta bjargað afleiðingum Kínaveiru-19 með fjáraustri úr sjóðum almennings. Aðrar skilvirkari stjórnvaldsaðgerðir þora menn ekki að fara í af því að þær samrýmast ekki reglufargani ESB/EES.
Viðjar erlends valds í plágunni
Það er ESB sem gerir viðskiptasamning Íslands við Breta
16.5.2020 | 23:58
Viðskiptaráðherra okkar ætlar að gera "yfirgripsmikinn fríverslunarsamning" við Breta (Mbl 16.5.2020). Gott og vel, viðleitnin er góð og árangurinn verður einhver. En Ísland verður áfram innan viðskiptamúra ESB/EES sem þýðir að viðskipti Íslands við Breta munu áfram lúta viðskiptahindrunum ESB. Í samningaviðræðum Breta við ESB sem eru í gangi krefst ESB þess að aðstaða ESB-fyrirtækja verði jöfn aðstöðu breska fyrirtækja ("level playing field" á barnaskólaensku ESB). Það þýðir að ESB vill að bresk fyrirtæki undirverpi sig regluverki ESB sem er útilokað að Bretar samþykki.
Það verður ekki núverandi utanríkisráðherra okkar sem gerir yfirgripsmikinn viðskiptasamning við Breta fyrir okkar hönd, það verður ESB. Við bara hlýðum og höldum áfram að kaupa dýrt dót með CE merki og öðrum gagnslausum stimplum meðan EES er enn í gildi en Bretar komnir í frjáls viðskipti við allan heiminn.
Evrópumál | Breytt 17.5.2020 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ömmur heimsins hirta Ungverja
12.5.2020 | 11:24
Hinar góðu ömmur heimsins, Norðurlönd, telja sig þess umkomin að hirta Ungverja fyrir að auka völd forsætisráðherrans. Norðurlönd hafa, allt frá dögum Olof Palme til pabba Gretu Thunberg, talið sig þurfa að vanda um fyrir þeim sem ekki eru rétthugsandi.
Norðurlöndin skrifuðu bréf til að sýna þrælshollustu við ESB og sendla þeirra sem hafa horn í síðu Ungverja af því að þeir eru ekki nógu hlýðnir og rétthugsandi. Mun verðugra verkefni fyrir Góðu ömmurnar hefði verið að reyna að ala ESB upp svo það hætti að auka stöðugt völd sín. En til þess þurfa stjórnmálamenn Norðurlanda að safna bæði kjark og stjórnmálaviti.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/11/sakar_radherra_um_ad_dreifa_falsfrettum/
Evrópumál | Breytt 13.5.2020 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkeppniseftirlitið afturhald
10.5.2020 | 11:39
Guðmundur í Brim, einn tilþrifamesti útgerðamaður landsins, getur ekkert gert á Íslandi, Samkeppniseftirlitið heldur honum stöðugt upp á snakki.
Langaði_í_stríð_vid_samkeppniseftirlitið
Guðmundur ætti ekki að þurfa að eyða kröftum í Samkeppniseftirlitið sem er að reyna að fá hann til að hlýða erlendum lagaþvælum sem voru settar hér í trássi við landslög og stjórnarskrá. Samkeppnislögin og eftirlitið með þeim, hönnuð fyrir ESB/EES, hafa valdið miklum skaða á fyrirtækjamarkaði og staðið í vegi fyrir þróun og hagræðingu.
Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun
ESB ætlar að segja veirufræðingunum okkar fyrir verkum!
6.5.2020 | 20:51
Nú ætlar ríkisstjórnin að láta Alþingi samþykkja enn eina glórulausa EES-lagasmíðina sem fyrirskipar okkar vísindamönnum að nota rannsóknatækni ESB í veirurannsóknum. Eins og kunnugt er dregst ESB meir og meir aftur úr í vísindum sem þýðir að okkar fyrstaflokks vísindamenn, sem hafa skarað framúr í Covid-19 faraldrinum, dragast niður í svaðið og verða að hætta að nota þróuðustu tækni. Heilbrigðiskerfið fær kjaftshögg og veikist.
EES-tilskipanir 2017/745 og 746
https://www.frjalstland.is/2020/05/06/ees-spillir-syklarannsoknum/
Aumir Hafnfirðingar
27.4.2020 | 12:07
Hafnfirðingar fengu stærstu mjólkurkú landsins upp í hendurna fyrir 50 árum: ÍSAL. Þeir bönnuðu álverinu að vaxa og dafna. Nú er Landsvirkjun að setja ÍSAL á hausinn en Hafnfirðingar gera ekkert. Hafnfirðingar fengu líka aðra mjólkurkú, hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Nú dettur þeim ekkert annað í hug en selja hlutinn (Mbl 27.4.2020) og ofurselja sig bröskurum sem geta okrað á rafmagninu til Hafnfirðinga í framtíðinn.
Hitaveita Suðurnesja, sem EES-tilskipanirnar klufu i tvennt, á auðvitað að vera í eigu almennings eins og það var og halda gróðanum af auðlindunum hjá almenningi. Og útvega almenningi og fyrirtækjum Reykjanessins raforku á hagstæðu verði eins og fyrirtækið gat löngum gert meðan það var heilt og í almannaeigu.
https://www.frjalstland.is/2020/04/08/ees-er-ad-eydilegja-framleidsluidnadinn/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)