Færsluflokkur: Evrópumál
Jón fór í banka
10.10.2022 | 13:21
Hann vantaði sænskar krónur. Konurnar í bankanum tóku vel á móti honum.
"Hvar eru gjaldkerarnir?" spurði Jón.
"það eru engir gjaldkerar" sögðu þær.
"Hvar get ég þá fengið gjaldeyri?" spurði Jón.
"Það er hraðbanki þarna með gjaldeyri" sögðu þær.
Jón fann gjaldeyrishraðbankann.
"Það eru engar sænskar krónur í hraðbankanum, bara dollarar og eitthvað annað" sagði Jón.
"Þú þarft að fara í banka ofaní bæ til að fá sænskar" sögðu þær.
Jón keyrði ofaní bæ og leitaði lengi að bílastæði. Hann beið lengi í banka en fékk að lokum sænskar krónur og borgaði með debetkortinu sínu.
"Ertu með ökuskírteini?" spurði bankastarfsmaðurinn (á meðan safnaði bíllinn á sig bílastæðakostnaði eða sektum).
Ef þú tekur út eitthvert magn af peningum, íslenskum krónum, af bankareikningnum þínum getur þú þurft að segja hvað þú ætlar að nota peningana í, annars gætir þú orðið grunaður um peningaþvætti. Ekki reyna að hjálpa dóttur þinni með íbúðakaupin, það er bannað, íslensk ungmenni eiga að vera ósjálfstæðir og þægir leiguliðar sem eiga ekki neitt eins og jafnaldrar þeirra í ESB
Bankaregluverk Íslands er EES-regluverk frá ESB sem valdið hefur miklum usla hér, útrás og hruni og verður verra og verra með hverjum degi. Fjórar ESB-stofnanir (EBA, EIOPA, ESMA, ESBR) auk aðalvarðhundsins ESA sjá um að við hlýðum, útibú þeirra hér er Fjármálaeftirlitið. ESA og EFTA-dómstóllinn hafa aðfararhæft ákvörðunarvald og dómsvald yfir Íslendingum sem er þverbrot á stjórnarskrá landsins. Það þýðir því ekkert að kvarta í íslensk stjórnvöld, þau ráða engu.
https://www.frjalstland.is/2018/05/10/esb-dylur-ekki-lengur-asoknina-i-vold-yrir-fjarmalageirunum/
https://www.frjalstland.is/2017/12/08/esb-faer-domsvald-a-islandi/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB setur okkur lög
8.10.2022 | 14:47
Gamalgróna lýðræðisþjóðin hefur ekki löggjafarvald yfir öllum sínum málum, ESB setur okkur lög og reglugerðir í stríðum straum. https://www.frjalstland.is/2022/10/08/evropusambandid-setur-islandi-log/
Árás á Evrópu
4.10.2022 | 17:39
Joe lofaði í febrúar að stöðva gaslögnina Nord Stream 2 til Þýskalands frá Rússlandi. Nú hefur tekist að efna loforðið. https://www.youtube.com/watch?v=B8BygV2kZBU
NATO/Bandaríkin sprengdu göt á lögnina við heimasvæði NATO-Danmerkur og NÝNATO-Svíþjóðar í Eystrasalti nálægt herhreiðrum NATO/Bandaríkjanna í Póllandi. Sjóher Bandaríkjanna, Task Force 68, var við neðansjávaræfingar þar í sumar. Sjóherþyrla bandaríska flotans (Sikorsky MH-60R Seahawk) sveimaði yfir sprengistaðnum klukkustundum saman 1-3 september.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sprengingarnar gefi mikla möguleika! Bandaríkjastjórn mun neita sök eins og vant er og setja falsfréttafjölmiðlana í gang við að ljúga hervirkinu upp á eigendur leiðslunnar, Rússa.
Árásin á lögnina er árás á orkubúskap ESB og þar með á ESB sjálft, sérstaklega Þýskaland. Árásin er á Rússnesk mannvirki, á almennu hafsvæði, sem þjóna átti Evrópusambandinu. Árásinni verður væntanlega svarað með gagnárás á NATO/Bandarísk mannvirki á alþjóðlegu hafsvæði. Spurningin vaknar hvort árásin sé til þess að skaða efnahag Evrópusambandsins og Þýskalands sérstaklega. Eða til þess að egna Rússland í kjarnorkustyrjöld. https://newsvoice.se/2022/09/amerikansk-regeringsradgivare-attacken-mot-nord-stream/
Evrópumál | Breytt 5.10.2022 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vindmylluskran
2.10.2022 | 17:49
Í Vesturálnum í Noregi voru reistar 14 vindmyllur. Þær þola ekki veðrin. Íbúar voru á móti vindmyllunum frá byrjun og eru nú orðnir þreyttir á fljúgandi plastskrani og klakaklumpum þó tilraunir til að endurbæta vindmyllurnar hafi veið gerðar. Norska eftirlitið segir að verði þær ekki lagaðar fyrir 10. október verði vindmyllugarðinum lokað. https://www.blv.no/nar-jakten-pfa-noe-som-virker-tar-arevis-kan-skaden-bli-for-stor/o/5-9-534806
Vindmyllur eru yfirleitt óvinsælar hjá nágrönnum, þær hafa slæm áhrif á umhverfið, þekktar fyrir að meiða fugla, skapa mikið af óendurvinnanlegu rusli og eru bilgjarnar. Stjórnvöld í Noregi eru heltekin af bábijum um að koltvísýringur frá orkuframleiðslu sé skaðlegur og leyfa því uppsetningu vindmyllugarða út um fjöll og taka byrðarnar af taprekstrinum á skattgreiðendur. Vindmyllutískan er aðalorsök lífskjarahrunsins í ESB og Bretlandi. https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grínleikarinn
30.9.2022 | 16:37
Zelenskyy í Úkraínu (sem ESB og NATO kalla forseta en er hlaupatík þeirra við að bera út áróður) kallar Rússa blóðþyrst úrþvætti og segir þá hafa drepið 23 saklausa borgara.
Það rétta er að þeir drepnu voru farþegar í bílalest sem var að reyna að flýja yfirráðasvæði Úkraínustjórnar og inná yfirráðasvæði Rússa í Zaporozhie. Hryðjuverkamenn Úkraínustjórnar réðust á bílalestina og drápu hálfan þriðja tug fullorðinna og barna og særðu enn fleiri. Þeir sem reyna að flýja frá svæðum Kænugarðsstjórnarinnar inn á svæði Rússa sæta árásum en þó hafa þegar 3 milljónir flóttamanna náð að komast til Rússlands. Dráp Úkraínustjórnar á rússneskum borgurum Ukraínu hafa nú staðið í 9 ár og kostað tugþúsundir mannslífa.
En nú hafa Rússar aflað svæðum þeirra langþráðs sjálfstæðis og heita að beita vörnum gegn drápsmönnum leppstjórnarinnar í Kænugarði.
Fjölmiðlar ESB- og NATO-landa útvarpa blygðunarlaust lygum um Úkraínustríðið, okkar fjölmiðlar gleypa oft við þeim, undantekning er Moggi sem oft lætur hlutlausa umfjöllun fylgja falsfréttunum frá Englandi, Ameríku og ESB.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/09/30/kallar_russa_blodthyrst_urthvaetti/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kolefnishlutleysi? Allt í plati!
29.9.2022 | 16:08
Heimsbyggðin er að vakna af draumnum um kolefnishlutleysi. Vindmyllur og sólpanelar komast hvergi nálægt því að geta uppfyllt kröfur nútímans um hagkvæma og örugga orku. ESB-lönd, sem við bundum að óþörfu trúss okkar við í "loftslagsmálum" vegna EES, ráða ekki við málið, Ísland er langt á undan þeim og á ekki samleið.
Þeir sem hafa farið verst út úr vindmyllutískunni eru nú í óða önn að endurræsa hagkvæm orkuver. Japan og meira að segja heilaga Kalifornía, Þýskaland ætlar að setja 20 kolaorkuver í gang. https://www.npr.org/2022/09/27/1124448463/germany-coal-energy-crisis
Joe virðist vera búinn að efna loforðið frá í febrúar um að eyðileggja Nord Stream gasleiðslu Rússa til Þýskalands. "Thank you USA!" sagði Sikorski fyrrverandi uanríkisráðhera Póllands. Fréttastofa RÚV bjó til skáldsögu eins og venjulega þegar fréttum frá falsfréttamiðlum Ameríku, Englands og ESB er útvarpað, aðaláhyggjuefnið var að nú væru Rússar með skemmdarverk (á sínu helsta útflutningsfyrirtæki!), gasið væri koltvísýringur og mundi auka gróðurhúsaáhrifin! (gasið er haugloft).
Bretar ætla að auka jarðgasframleiðsluna og afturkalla bann við vökvabroti ("fracking"), svo er nóg olía og gas á botni Norðursjávar.https://www.politico.eu/article/uk-confirms-lifting-of-fracking-ban/
Evrópumál | Breytt 30.9.2022 kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alsherjarþing SÞ
27.9.2022 | 20:13
Bandaríkin og okkar fulltrúi fluttu áróður af skyldurækni að mestu gegn Rússlandi. En það voru líka þeir sem sögðu satt og eitthvað sem skipti máli þó okkar fjölmiðlar þegi yfir því (með undantekningu af stuttum klausum í Mogga)
Utanríkisráðherra Sýrlands lýsti hertöku og þjófnaði Bandaríkjanna i Sýrlandi. https://news.un.org/en/story/2022/09/1128011
Utanríkisráðherra Rússlands fletti ofan af stríðsmangi og ofbeldi Vesturlanda gegn heimsbyggðinni https://www.youtube.com/watch?v=VX4K2F-GCm0
Leiðtogar Afríkulanda, sem hafa farið einna verst út úr rupli Vesturlanda, hvöttu til friðar. Ástandið í Afríku fer versnandi vegna afskipta Vesturlanda af framleiðslu og viðskiptum með matvæli og notkunar matjurta til eldsneytisframleiðslu.
Okkar fjölmiðlar eru komnir í rangfærslukór falsfréttafjölmiðla Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu og leyna okkur fréttum eða rangfæra þær sem þeim eru ekki þóknanlegar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gullkorn orkuspámanna
24.9.2022 | 15:52
Þjóðin splæsti fokdýrum flug-og hótelmiða á okkar snakkara á óþarfa ráðstefnu undir hattbarði mistakaforsetans í Washington. Þau skildu eftir sig gullkorn um orkumál, kurteislega og í fullu samræmi við niðurrifsstefnu mistakaforsetans og spár loftslagsgaldramanna.
"Þjóðríki geta ekki hugsað aðeins um eigin hag andspænis loftslagsvá"- (Hörður Arnarson)
Orkuframleiðandi íslenska þjóðríkisins ætlar að hugsa um hag 8.000.000.000 manna en getur varla hugsað um hag síns eigin þjóðríkis. Loftslagsváin finnst í yfirlýsingum stjórnmálamanna og skýrslum spilltra stofnana sem eru á þeirra framfæri.
"Engin eyja er eyland þótt eyja sé" (Þórdís Kolbrún)
Augljóst!
"-stór hluti nýtanlegrar vindorku á hafi úti er tengdur orkuboganum (?) sem liggi frá Noregsströndum meðfram Bretlandi og Írlandi til Íslands og þaðan til Grænlands og Nýfundnalands en þaðan megi tengja orkubogann við bandaríska orkukerfið-" sagði lordinn á fundinum en boginn verður v-laga á stikli. Enska lorda dreymir enn um að endurheimta Norður-Ameríku. (Ísland verði hluti af orkubrú. MBl 24.9.2022; bls 20)
Það er bara að vona að Íslendingar þurfi ekki að borga tapreksturinn á "orkuboga" lordsins. Landsmenn hans ráða ekki við tapið sem orkubogar þeirra valda og húka skjálfandi heima. Reyndar er nýja breska ríkisstjórnin farin að taka eitthvert vit í sína þjónustu þrátt fyrir langa hollustu við loftslagsskrumið. Nú ætlar hún að setja aftur í gang alvöru orkuver sem voru fyrir hendi þarlendis fyrir loftslagssvindlið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á málfundi
22.9.2022 | 14:18
Sameinuðu þjóðanna sagði Bandaríkjaforseti: "-rússneski forsetinn hefur blygðunarlaust brotið gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar hann réðst inn í nágrannaríkið Úkraínu"- (mbl.is)
Biden er orðinn gleyminn, það var hann og Barak Obama sem réðust inn í Úkraínu og frömdu vopnað valdarán 2013, flæmdu lýðræðislega kjörna stjórn Úkraínu frá völdum og komu að fasistískri leppstjórn sinni. Það var hún sem hóf Úkraínustríðið, drápin á rússneskum borgurum Úkraínu.
Sameinuðu þjóðirnar eru stökkpallur Bandaríkjanna, Bretlands og ESB til að reka áróður. Gamanleikarinn frá Úkraínu fær jafnan að betla og blekkja á samkundum þeirra. Fjölmiðlar Vesturlanda eru samsekir, þeir þegja um gagnrýni sem kemur fram á málfundum SÞ. Suður-Afríka benti á hræsnina sem felst í að Vesturlönd reka hernað víðsvegar en telja sig umkomna að gagnrýna aðra fyrir hernaðarþátttöku. Serbía rifjaði upp tvískinunginn gagnvart Serbíu og dráp NATO á Serbum.
Núverandi mistakaforseti Bandaríkjanna, umkringdur af niðurrifsmönnum, stríðsmöngurum og hergagnaframleiðendum, verður ásamt Bretum og Brusselblókum æ ósvífnari í áróðri og stríðsæsingum. Það er orðið mjög brýnt að fasistíska leppstjórn NATO í Úkraínu fari frá völdum og NATO kalli heim hermeninna sem stjórna stríðinu og dragi sig úr því. Það þarf að endurreisa lýðræðið í Úkraínu og hreinsa landið af stærsta vopnasafni sem sést hefur í 80 ár, að mestu orðið að brotajárnshaugum sem nú liggja eins og hráviði um Rússabyggðir Ukraínu sem þarf að frelsa undan skothríð fasistanna sem fyrst.
Friðarsinnaðir Íslendingar og margir líkaþenkjandi Vesturlandabúar hafa um árabil þurft að horfa upp á að samstarfslönd, og samtök sem Ísland og fleiri lönd þvældust með í, hafa tekið þátt í stríðsrekstri víða um heim á fölskum forsendum. Heimsbyggðin horfir á með vaxandi ógleði og hatri sem springur út í ofbeldisverkum og flóttamannaflóðum þegar minnst varir (The Secret History of the American Empire. John Perkins 2007. Penguin Books Ltd)
bloggið skrifaði Friðrik Daníelsson
Evrópumál | Breytt 23.9.2022 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimskir græningjar
20.9.2022 | 12:34
gerðu ESB háð rússneskri orku segir Marine Le Pen og gagnrýnir frönsk stjórnvöld fyrir að setja viðskiptabann á Rússland: -"Efnahagskreppan í Frakklandi hófst ekki á þessu sumri eða með stríðinu í Úkraínu - ESB horfir á sín loforð um velmegun og frið sökkva í heimspólitísk mistök-" Vesturlönd glata forustuhlutverkinu
Clare Daly, írskur stjórnmálamaður, er ein af þeim sem hafa mótmælt viðskiptaþvingunum á Rússland. Þýskir stjórnmálamenn hafa mótmælt, Klaus Ernst meðal annarra. Ásakanir hafa sést um að Græningjar hafi verið í slagtogi við stórfyrirtæki í Bandaríkjunum um að spilla þýska hagkerfinu
Heimspólitísku mistök ESB eru "græna" stefnan og nú síðast bönn á verslun við mikilvægasta orku- og hráefnabirgjann, Rússland, sem leiða til hnignunar V-Evrópu.
Evrópumál | Breytt 21.9.2022 kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)