Fiskari

eu-flageurope-1045334_960_720Erindreki Evrópusambandsins (Alþingi) hefur fyrirskipað að sjómenn skuli kallaðir fiskarar! Það komu 7 EES-tilskipanir frá Brussel sem settar voru í lög.

Þý Brussel telur sig nú þess umkomið að afnema hugtak í elsta lifandi tungumáli Norðurálfu og setja í staðinnn orðskrípi sem ekki er til í málinu.

"Fiskari er hver sá eða sú sem starfar eða er ráðinn eða ráðin til vinnu á fiskiskipi, þ.m.t. þau sem ráðin eru upp á aflahlut. Hafnsögumenn, löggæsluaðilar, aðrir aðilar í fastri þjónustu hins opinbera, starfsmenn í landi sem sinna störfum um borð í fiskiskipum eða eftirlitsmenn með fiskveiðum teljast ekki vera fiskarar." https://www.althingi.is/altext/152/s/1307.html

(Brusselþýið hafði þó gáfur til að taka fram að hafnsögumenn og eftirlitsmenn teljist ekki vera fiskarar)

Ath. Á Norðurlöndum er til orðið fiskare og virðist liklegt að einhverjir skrifarar hafi gripið það þaðan.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2023/01/05/sjomenn_segja_fiskara_ut_i_hott/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úr greinargerð með frumvarpi til laganna:

"Lagt er til að hugtakið fiskari verði notað í stað fiskimanns til að minnka kynlæga orðanotkun í lagatexta. Umræða af þeim toga hefur átt sér stað innan alþjóðasamfélagsins, t.d. orðið „fisherman“ hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni og Alþjóðavinnumálastofnuninni sem mælti með því að nota „fishing vessel personnel“ eða „fisher“ til að forðast að taka afstöðu til kyns. Alþjóðasiglingamálastofnunin hefur einkum notað „fisher“ í seinni tíð."

Alþjóðasiglingamálastofnunin er með höfuðstöðvar í London, Bretlandi.

Alþjóðavinnumálastofnunin er með höfuðstöðvar í Genf, Sviss.

Báðar eru undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, sem hafa höfuðstöðvar í New York, Bandaríkjunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.1.2023 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband