Færsluflokkur: Evrópumál

Hnignunarbandalag

poverty-4561704_960_720Skuldasöfnun Evrópusambandslanda er orðin ósjálfbær. Samkvæmt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum skuldar þýska ríkið 33.000 og franska ríkið 41.000 dollara á hvert mannsbarn (íslenska ríkið skuldar 21.000). Eins og kunnugt er er Evrópusambandið fátæktarsvæði miðað við Ísland, tekjur á Íslandi eru mun hærri en þar (undantekning er peningaverslunin Luxemburg). https://www.worlddata.info/average-income.php

Ástæðan er viðverandi röng stefna: Ofstjórn og skriffinnska, "loftslagsaðgerðir", höft á bestu birgja og nú síðast hernaðarstefna. Samdráttur ESB miðað við umheiminn hefur varað yfir 4 áratugi og ekkert lát á, hlutur ESB í heimsviðskiptunum var 30% þá en er kominn niðurfyrir 15%. "Loftslagsaðgerðirnar" hafa verið í vexti í eina 3 áratugi og eru farnar að valda mikilli afturför í efnahag ESB. Og nú síðast skaðlegar refsiaðgerðir gegn öðrum löndum, þmt. bestu hráefnabirgjunum, og ógnvekjandi stríðsæsingar og hervæðing sem ESB ætlar að eyða 800 milljörðum evra í https://www.france24.com/en/live-news/20250304-eu-chief-unveils-800-billion-euro-plan-to-rearm-europe

Leiðtogar Evrópusambandsins eru að steypa sambandinu í ófært skuldafen, vaxandi eymd og hraðbyri í stórstyrjöld. Þær hafa ávalt endað með stóráfalli fyrir Evrópu.


Hernaðarsamningur Íslands

eu-flageurope-1045334_960_720EES-samningurinn er orðinn hernaðarsamningur Evrópusambandsins og hjálenda þess, Noregs, Íslands og Liechtenstein. https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2024/03/19/if-we-want-pemace-we-must-prepare-for-war/

 

https://www.youtube.com/watch?v=UpUetTGCS84 Tilskipanavaldið yfir Íslandi, sem EES-samningurinn færði Evrópusambandinu, hefur blandað Íslandi í hernað á erlendri grund gegn landi sem Ísland á ekkert sökótt við. https://www.frjalstland.is/2022/08/19/island-tekid-i-strid/

Þrælslund íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu er komin á það stig að lítið er eftir af sjálfstæði Íslands í utanríkismálum. Tilskipanir um refsiaðgerðir og stuðning við hernað koma frá ESB, að jafnaði byggðar á áróðri eða fölsunum. Bandaríkin, sem Ísland er með varnarsamning við, vinna nú að friði sem Evrópusambandið reynir að spilla. https://www.telegraph.co.uk/politics/2025/03/23/starmer-ukraine-peacekeeping-plan-political-theatre/


Ísland að athlægi

skriffinnskatax-consultant-3094819_960_720Okkar frúr Þórdís og Þorgerður utanríkisráðherrar hafa gert Ísland að athlægi. Þær ásaka Rússa um að hafa ógnað starfsfólki sendiráðsins í Moskvu og létu loka því. Þær létu líka loka sendiráði Rússlands hér og svöruðu með lítilsvirðingu þegar Rússar kvörtuðu yfir semmdarverkum sem voru unnin á sendiráðinu.

Hinar raunverulegu ástæður lokananna voru fyrirmæli frá Evrópusambandinu/EES og NATO sem tóku að berast síðvetrar 2014 strax eftir að Bandaríkjastjórn Obama hafði framið valdarán í Úkraínu og sett nýnasista til að stjórna landinu á sínum vegum.

María Sakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, var spurð út í orð Þorgerðar um að Rússar hefðu ekki tryggt öryggi íslenska starfsfólksins í sendiráðinu. "Hver sagði það? Utanríkisráðherra Íslands? Heitir hún kannske Annalena Baerbock-2? spurði Sakharova hlæjandi, vísaði hún þar til Önnulenu Baerbock, utanríkisráherra Þýskalands sem er ekki hátt skrifuð hjá Kremlverjum (enda einhver verst uppaldi krakkinn sem situr á stól ráðherra Evrópusambandslanda). Sakharova sakaði Þorgerði um lygar. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/20/segjast_ekki_hafa_fengid_neina_kvortun/

Vestrænir fjölmiðlar halda áfram að dreifa lygum um Úkraínustríðið og þagga niður svik og hryðjuverk Úkraínuklíkunnar. Trump og Putin sömdu um hlé á árásum á orkuinnviði sem Úkraínustjórn braut strax og sprengdi upp gastengistöð á flóttanum frá Kursk https://www.youtube.com/watch?v=_J1IY7gnDpg. Og kenna Rússum um að hafa sprengt sína eigin stöð!

Nýnasistaklíkan í Kænugarði vill engan frið heldur stríð og illa gefnir ráðamenn í Vestur-Evrópu mæla stríðsæsingarnar upp í þeim á eilífum fundum um "friðargæslu"!


Að eyðileggja malbik

highway-1929866_960_720Rafbílarnir slíta malbikinu tvöfalt meira en brennslisbílar vegna þess að þeir eru þungir. Þeir eru aflmiklir og rífa klæðninguna upp þegar þeir fara af stað og líka þegar þeir bremsa https://ww2.motorists.org/blog/shocking-study-electric-vehicles-cause-double-the-road-damage/.

Ofaná bætist svo slitið vegna nagladekkjanna sem þó eru nauðsynleg úti á landi.

Rafbílum er prangað inn á kaupendur með styrkjum frá almenningi í undirgefni við vitlausar EES-tilskipanir. Það sem stjórnvöld þurfa að gera er að leggja þungaskatt og aflskatt á rafbílana til þess að fjármagna vegaviðgerðirnar. Það þarf líka að endurreisa Skipaútgerð rikisins fyrir strandflutningana sem slátrað var í heimskuherferð nýfrjálshyggjunnar, flutningabílaumferðin er of mikil.

Malbikið er eyðilagt með því að setja röng viðbótarefni í það,jurtaolíur sem fituhúða fylliefnið og varna malbikinu að bindast við það. Bikið flýtur upp á götu, "blæðir", þegar bílarnir fergja götuna. Jurtaolían er notuð m.a. vegna "umhvefissjónarmiða" sem eru eins og oft byggð á ruslvísindum. Vetniskolefni (t.d.terpentína) eru efnin sem á að nota til að bæta malbikið, þau bæta bindinguna við fylliefnið. Fituesterarnir í jurtaoliunni eru eins og flotið sem flýtur upp í pottinum þegar soðið kólnar.

Þetta vita verkfræðingar Vegagerðarinnar vel en fá ekki rönd við reist. Stjórnvöld landsins vilja frekar eyða tugum milljarða (nú uþb. 17) af fé landsmanna í vitfirringu eins og til dæmis hernað nýnasistaklíkunnar í Úkraínu en að laga vegina.


Engar fleiri virkjanir

windmillsunnamedÞað er búið að lögleiða svo mikið af tilskipunum frá Evrópusambandinu að virkjanir og rafmagnslínur eru ekki lengur byggðar https://www.frjalstland.is/2025/03/02/leyfisveitingakerfi-ees-veldur-orkuskorti/.

Framvegis verða það bara franskir og norskir braskarar sem fá að reisa vindmyllur og reka þær á kostnað íslenskra skattgreiðenda en eins og kunnugt er ganga vindmyllur ekki fyrir vindi heldur niðurgreiðslum hins opinbera, sbr. reynslu nágrannalanda https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/. Vindorkuver enda jafnan í gjaldþroti og þá þarf ríkið að láta rífa flökin fyrir mikinn pening. Í hinu (skin)heilaga umhverfishimnaríki Svía er nú verið að stöðva og hætta við hvert vindorkuverkefnið eftir annað https://8sidor.se/alla-valjare/2024/09/vindkraft-blir-stoppad/


Vanhæf ríkisstjórn

Hvítahúsiðpexels-photo-129112Þorgerður og Kristrún hafa nú afhjúpað sig sem vanhæfa ráðherra sem fleipra með stóryrðum og grófum ásökunum um forustu mikilvægustu bandamannaþjóðar Íslendinga. Þær segja um fund Selenski í gær (28.2) með forustu Bandaríkjanna -"þetta var eins og þeir hefðu einsett sér að mæta þarna-forsetinn og varaforsetinn- til þess að niðurlægja Selenski"!. Það sem gerðist var að Selenski hagaði sér eins og dóni og móðgaði bandarísk stjórnvöld og bar fram eina lygina eftir aðra framan í forsetann og varaforsetann. Og var því vísað á dyr! (mbl 1.3.2025)

Ráðherrar okkar spilla fyrir friðarumleitunum Bandaríkjastjórnar og framlengja stríðið með óhróðri um forustu Bandaríkjanna. Og "stuðningi við Úkraínu", peningum frá íslenskum skattgreiðendum svo Banderítaklíkan (nasistinn Stefan Bandera er þjóðhetja þeirra) í Kænugarði geti haldið áfram að drepa Rússa með vestrænum vopnum.

Þorgerður heldur að "Evrópa" (les NATO-Evrópa) sé með burði til að tryggja varnir Íslands og vill "Evrópu standa enn sterkar og Ísland þar á meðal" með glórulausum stríðsæsingum og vopnavæðingu. Þeir sem þekkja eitthvað í sögunni vita að Ísland hefur aldrei getað treyst á stuðning eða varnir Evrópulanda en fengið að horfa upp í fallbyssukjafta þeirra og orðið fyrir tilraunum þeirra til að setja Ísland í þrot (1952, 2008), þeir sem helst stóðu að því, Bretar, vilja nú senda sinn her inn í Úkraínu til þess að "tryggja öryggi"!. Við Íslendingar höfum ekkert að gera með "varnir" þessarra landa, okkar verjendur til 74 ára, Bandaríkin, eru eitt helsta herveldi heims.

"-Það er Rússland sem er ofbeldismaðurinn í þessu öllu saman"- segir ráðherrann og bergmálar blekkingar um að innrás Rússa hafi verið tilefnislaus. Það er fjarri lagi. Bandaríkjastjórn Barak Obama og aðilar í ESB komu leppstjórn að völdum sem hóf stríðið gegn rússneskum íbúum Austur-Úkraínu á vegum NATO- og ESB-landa fyrir réttum 11 árum. Árið 2022 var búið að þenja Úkraínuher upp í að vera stærri en nokkur her NATO-Evrópu. Rússlandsher var sendur inn í Úkraínu þegar her Banderítanna hafði rekið stríðið gegn Rússum Austur-Úkraínu í 8 ár. Og eftir að Bandaríkin, NATO- og ESB-lönd höfðu viljandi brotið alla samninga sem gerðir höfðu verið við Rússland (samningarnir voru m.a. um stækkun NATO og ofsóknir gegn rússneskum borgurum Úkraínu (Minsk).) Það er því eðlilegt framhald nú að ábyrg stjórnvöld, sem nú hafa tekið völdin i Bandaríkjunum, bindi endi á stríðið sem Obama og Biden og evrópskar strengjabrúður hófu.

Óhróður forsætisráherra og utanríkisráðherra Íslands er fyrir neðan allar hellur og samræmist ekki þeirri ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Fleipur íslenskra ráðherra er að gera okkar öflugustu bandamenn og vinaþjóðir, Bandaríkjamenn og Rússa, að óvinum íslensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eiga að segja af sér án tafar.

 


Kristrún ruglar

sniper-1009657_960_720"Það fer ekki á milli mála hver árásaraðilinn sé í innrásarstríði Rússlands í Úkraínu-" segir frú forsætisráherra sem ætlar til Úrkaínu til að sýna landinu stuðning. https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/02/21/kristrun_fer_ekki_a_milli_mala_hver_redst_a_hvern/

Þetta er sami uppspuninn og lygasmiðjur NATO- og ESB-landa hafa haldið að okkur á annan áratug.

Það sem Kristrún þyrfti að vita er að þennan dag, 22. febrúar árið 2014 var löglega kjörinn forseti Úkraínu flæmdur úr embætti af vopnuðum sveitum ríkisstjórnar Obama. Aðstoðarutanríkisráherra hans, Victoria Nuland, sá um framkvæmdina sem hafði verið lengi í undirbúningi og kostað 5 milljarða dollara. Þátt tóku nýnasistar Úkraínu en nasistinn Stefan Bandera er þjóðhetja landsins. Ýmsir aðilar í ESB og NATO voru líka þátttakendur. https://www.frjalstland.is/2022/05/05/bloduga-valdaranid-i-ukrainu/

Leppstjórnin sem var komið að völdum eftir valdaránið hóf innrásarstríð gegn Donbasshéruðunum sem höfðu lýst yfir sjálfstæði enda útlit fyrir að nýnasistar og erindrekar USAID og CIA tækju völdin. Kænugarðsstjórnin setti af stað kúgunaraðgerðir gegn Rússum Úkraínu sem varð til þess að gerðir voru samningar, Minsk I og II,  um réttindi þeirra 2014 og 15. Þeir samningar voru þverbrotnir án tafar eins og loforð NATO um að þenja hernaðarbandalagið ekki til Austur-Evrópu.

Árið 2021 fengu rússnesk yfirvöld njósnir af áætlunum Bandaríkjanna um að setja upp herstöðvar í Austur-Úkraínu. Í febrúar 2022 var Rússneski herinn sendur inn í Úkraínu, aðallega til hjálpar Donbassbúum en einnig til að reyna að afvopna Kænugarðsstjórnina. Hún hafnaði fyrirliggjandi friðarsamningum vorið 2022 að fyrirmælum bresks fulltrúa frá NATO.

Í janúar sl. urðu þau straumhvörf í Bandaríkjunum að til valda kemur forseti sem tekur til við að vinda ofan af Rússahatrinu sem hefur stjórnað utanríkismálum Vesturlanda síðan á dögum Trumanns og Churchill. Hann hefur nú ákveðið að stöðva Úkraínustríðið sem hefur verið stríð Bandaríkjanna frá upphafi. Það er auðvitað mistök hjá okkar ráðherra að fara til Úkraínu til þess að styðja stríð sem er ekki þeirra stríð og Bandaríkin eru að stöðva.


Yfirvofandi hætta

EUflag-3370970_960_720Hætta á að nýju ríkisstjórninni takist að láta Alþingi afsala sínu löggjafarvaldi endanlega til Evrópusambandsins er nú yfirvofandi.

Ábyrgir Íslendingar spyrja sig hvernig það gat skeð að svona óábyrgt og kjarklaust fólk komst á valdastóla Íslenska lýðveldisins.

Augljóst svar er að 39% landsmanna (sem kusu stjórnarflokkana) hafa ekki vit á hagsmunamálum Íslands.

Þingmálaskrá stjórnarinnar sýnir að hún mun ekki gera neitt sem til frambúðar horfir en gutla með skítareddingar í í EES-tilskipanakraðakinu sem sett hefur verið í lög og reglur Íslands. https://www.frjalstland.is/2025/02/11/thingmalaskra-156-logjafarthings-2025-ees-mal/


Orkuver út á sjó

kolkrabbipexels-photo-3046629Við getum nú hætt að reyna að hlýða glópskum EES-tilskipunum, sem stöðva orkuuppbygginguna, og í staðinn framleitt kjarnorku á sjónum þar sem tilskipanasvartnætti EES/ESB nær ekki til!

Líklega ódýrasta og öruggasta leiðin til þess að komast hjá áþján EES/ESB í orkumálum væri að semja við stærsta kjarnorkuveraverktaka heims, Rosatom, um að útvega okkur fljótandi kjarnorkuver. Við getum hnýtt það við bryggju og tengt við flutningskerfið.

Kjarnorkuver eru miklu hagkvæmari en vind- eða sólorkuver.

EES-samningurinn stöðvar þróun orkukerfisins og atvinnuuppbygginguna. Stofnanir landsins eru orðnar eins og kolkrabbar sem teygja griparmana í uppbyggingarverkefnin og drekkja þeim í feni EES/ESB-regluverksins.


Virkjanastopp EES

landsvirkjunimagesAlþingi álpaðist til að setja enn eina glórulausa EES-tilskipunina frá Evrópusambandinu í lög, "vatnatilskipunina" 2000/60, sem stjórnar Umhverfisstofnun og kemur í veg fyrir að sú stofnun  geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun. Allar_nýjar_vatnsaflsvirkjanir_i_uppnámi

Þessi tilskipun er ekki sú eina sem stöðvar uppbyggingu Íslands, haugur af tilskipunum frá ESB vegna EES hefur staðið í vegi fyrir eðlilegum framkvæmdaundirbúningi í orkugeiranum síðustu áratugi https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/

En við getum bara slappað af. Utanríkisráherra/frú okkar er í Brussel og ætlar að koma okkur í Evrópusambandið með skít og skinni, með aðstoð RÚV, Evrópusambandið hlýtur að senda okkur ölmusu í staðinn fyrir brottfallnar tekjur af virkjunum eins og gert er í sambandinu þar sem almenningur verður fátækari með hverju árinu sem líður. En það endar nátúrulega með að ESB flosnar upp eins og þegar er greinilga hafið. Eins og kunnugt er sögðu Grænlendingar sig úr ESB fyrstir þjóða og fá nú tilboð um að sameinast Bandaríkjunum! Sem er ekki líklegt að þeir þiggi heldur.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband