Færsluflokkur: Evrópumál
Þingmálaskrá 2025-2026, EES-mál.
14.9.2025 | 13:27
Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er komin. Hættulegri málefnalisti hefur ekki sést hér áður og er ljóst að ríkisstjórnin ætlar sér að ganga af sjálfstæði og efnahag landsins dauðum með því að gera valdboð Evrópusambandsins æðri lögum, lögfesta glórulausar aðgerðir EES kenndar við loftslagsmál og koma landinu í hernaðarbandalag með stríðsæsingamönnum Evrópu.
https://www.frjalstland.is/2025/09/14/thingmalaskra-2025-2026-ees-mal/
Refsiaðgerðir
8.9.2025 | 17:51
Refsiaðgerðir og viðskiptahöft Evrópusambandsins og Bandaríkjanna kosta meir en hálfa milljón mannslífa á ári, svipað og mannfall í stríðsátökum samkvæmt læknatímaritinu Lancet.
Evrópusambandið, sem er samband fyrrum heimsvelda, og Bandaríkin, sem eru fyrrum evrópskar nýlendur, þykjast þess umkomin að segja þjóðum heims fyrir verkum með refsiaðgerðum, þvingunum og hernaði.
Við Íslendingar þurfum að fara að átta okkur á í hvaða félagsskap við höfum lent og byrja að velja og hafna í hvaða "aðgerðum" á vegum okkar "bandamanna" við tökum þátt. Í ljós hefur komið að framferði okkar helstu "bandalagsþjóða" er jafn mikil orsök ótímabærs dauða Jarðarbúa og stríð. https://www.thelancet.com/action/showPdf?pii=S2214-109X%2825%2900189-5
Evrópumál | Breytt 9.9.2025 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orka framtíðarinnar
7.9.2025 | 16:42
Okkar ungi orkuráðherra áttar sig á að framtíðar orka Íslands er djúpvarmi, gufa úr djúpum borholum sem gefa háan hita og mikla orku, bæði í rafmagn og varma.
Djúpboranirnar hér hafa verið í skötulíki um sinn en vonandi tekst ráðherranum unga að koma þeim vel í gang aftur. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/07/segir_mikil_taekifaeri_folgin_i_throun_djupborunar/
En að blanda Evrópusambandspótentátunum í málið er bæði óþarfi og hættulegt. Evrópusambandið ásælist orku Íslands opinberlega samanber ákvæði EES-samningsins. Íslendingar, sem eru hlutfallslega lang lengst þróaðir í nýtingu jarðvarmaorku, geta vel sjálfir þróað djúpboranirnar. Þær kosta mikið en ef tálguð er burtu fitan (af bruðlinu í til dæmis "loftslagsmál", "stuðningi við Úkraínu", "hælisleitendamóttöku" og önnur tískumál) er til nógir peningar til að fjármagna boranirnar og þróunarverkin.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þýskur her
28.8.2025 | 19:02
Þýski herinn vildi samvinnu við Ísland um varnarmál, forustumenn þjóðverja vöruðu við hættunni af Rússlandi. Forustumenn Íslands sögðu nei! Það var 1939. Þá voru ábyrgir menn í forustu landsins.
Þýski herinn vill samvinnu við Ísland um varnarmál, yfirmaður þýska heraflans varar við árás Rússlands á NATO-ríki innan fjögurra ára. Forustufólk Íslands segir já! Það er 2025! Og óábyrgt fólk í forustu Íslands.https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-06-02-yfirmadur-thyska-heraflans-varar-vid-aras-russa-a-nato-riki-innan-fjogurra-ara-445150
Sama rullan, sami stríðsæsingurinn, sömu blekkingarnar, sama lygin og sama þjóðin sem hóf síðustu heimsstyrjöld.
Evrópumál | Breytt 30.8.2025 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sótt að Landsvirkjun
25.8.2025 | 18:00
Enn eina ferðina sækja erindrekar EES, Samkeppniseftirlitið, að helsta fyrirtæki Íslendinga, Landsvirkjun, og sekta það um klámfengnar upphæðir í samræmi við samkeppnislög sem eru upprunnin í Evrópusambandinu og var smyglað í íslenskar lögbækur strax 1993 í andstöðu við landslög.
Eftirlitsstofnunin með að við hlýðum EES-samningnum (ESA) getur heldur ekki séð Landsvirkjun í friði og ætlar greinilega að halda áfram með sínum erindrekum þar til búið er að splundra fyrirtækinu og einkavæða það svo auðmagnseigendur í Evrópusambandinu geti eignast það og hirt afraksturinn af íslenskum orkuauðlindum. https://www.frjalstland.is/2025/08/25/sott-ad-landsvirkjun/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Falsfréttaburður
20.8.2025 | 14:28
Okkar unga frú forsætisráðherra þandi sig í RÚV-sjónvarpinu í gærkvöldi um að ekki væri hægt að treysta Rússum, að tuttuguþúsund Úkraínubörn væru (nauðug) í Rússlandi og að tryggja þyrfti að Rússar réðust ekki "aftur" á Úkraínu!
Þetta eru falsfréttir og stríðsáróður sem hún lepur upp eftir "viljugum þjóðum" (stríðsþjóðunum Frökkum, Þjóðverjum, Bretum). Hið sanna er að það voru ekki Rússar sem sviku, það voru Vesturlönd með stríðsþjóðirnar í broddi fylkingar sem sviku Rússland.
-NATO og Bandríkin sviku loforð um að þenja NATO ekki til austurs.
-Bandaríkin og félagar í ESB og Úkraínu frömdu blóðugt valdarán og sviku lýðræði Úkraínu.
-NATO-lönd sviku Minsk-samningana, Frakkar og Þjóðverjar voru ábyrgðarmenn.
-NATO sveik Istambul-samningana afsakað með sviðsettu hryðjuverki(Bucha)
Stóru stríðslöndin eru með sérstakar skrifstofur sem hafa það hlutverk að breiða út falsfréttir um Rússa. Íslendingar þekkja áróður Breta sem hafa stórfjölmiðilinn BBC í sinni þjónustu. Bandarískar áróðursskrifstofur hafa frá 2014 stjórnað falsfréttaflóðinu frá Úkraínustjórn.
Það er ekki í verkahring frú forsætisráðherra Íslands að bera út óhróðður og falsfréttir um eina tryggustu vinaþjóð Íslands. Talskonur Íslands verða að kynna sér staðreyndir og tala af aga og vara sig á falsáróðri Evrópusambandsins og NATO-landa. Rógburður gerir þær og Íslendinga aumkunarverða í augum meirihluta heimsbyggðarinnar, sem veit hvað stríðsþjóðir Vesturlanda eru að gera í Úkraínu, og rýrir traust á Íslandi.
Evrópumál | Breytt 21.8.2025 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tekst ESB að spilla friðarsamningi?
18.8.2025 | 15:57
Nokkrir forsprakkar Evrópusambandsins sækja nú að Bandaríkjunum að halda áfram Úrkaínustríðinu. Trump vill hætta sem eru miklar fréttir, það var Bandaríkjastjórn Barak Obama sem hóf stríðið með valdaráni (21.11.2013-25.2.2014) og hernaðarrekstri nýrrar leppstjórnar sinnar gegn rússneskum íbúum Úkraínu.
Forsetarnir sem komu á eftir Obama (Biden, Trump) héldu áfram að reka hernaðinn með Úkraínuher sem verktaka og nú gerir leppstjórnarherinn stöðugar árásir, ekki bara á Donbass heldur líka sjálft Rússland, stjórnað frá herstöð Bandaríkjanna í Wiesbaden í Þýskalandi. Og gáfnaljós Evrópusambandsins, frá stríðsþjóðunum Þýskalandi, Frakklandi og Englandi, með um 20% sina þjóða á bak við sig, vilja ólmir komast í stríð.
Rússar hafa komið upp sterkum vörnum gegn árásum leppstjórnarinnar, Trump sér að enginn ávinningur yrði af áframhaldandi stríði og vill semja frið áður en Rússar láta Úkraínustjórn leggja inn skilyrðislausa uppgjöf. Eða kjarnorkustyrjöld brýst út þegar ESB- og NATO- vitfirringarnir ráðast inn í Úkraínu.
Evrópumál | Breytt 19.8.2025 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bomban
9.8.2025 | 18:09
Nagasaki með íbúum var jöfnuð við jörðu fyrir 80 árum. Það var Stríðsríkið sem varpaði kjarnorkusprengju á borgina. Afsökunin var að það þyrfti að enda seinni heimsstyrjöldina á Kyrrahafssvæðinu með því að láta Japan kenna á voðavopni Bandaríkjanna.
Þetta var upplogin afsökun. Ástæða þess að Japan gafst upp var að Rússarnir voru á leiðinni. Japanskir ráðamenn vildu með engu móti fá sömu útreið og Þjóðverjar https://www.fhtimes.com/stories/us-atomic-bombings-didnt-save-lives-or-end-world-war-ii,604784
Kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki voru óþarfar til þess að enda stríðið en drápu milljónarfjórðung manna.
Kjarnorkustríðið sem gæti orðið afleiðing af "stuðningi" Evrópusambandsins og Íslands við Úkraínu yrði margfalt dauðlegra. https://www.frjalstland.is/2025/04/19/staersta-ognin-vid-island/
Evrópumál | Breytt 10.8.2025 kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórða Ríkið
2.8.2025 | 14:40
Stofnun Fjórða Ríkisins er hafin. Það verður stríðsríki eins og Þriðja Ríkið sem hefur það eitt að markmiði að fara í stríð við Rússland. Okkar ósjálfstæðu fulltrúar eru teknar með í undirbúninginn. https://www.frjalstland.is/2025/07/17/islendingar-verda-ad-vara-sig-a-stridsaesingnum/
Þriðja Ríkið olli dauða 80 milljóna manna, það Fjórða gæti haft vinninginn upp á hundruðir milljóna manna.
Utanríkisráherra Rússlands, Sergey Lavrov sem er alinn upp við íslenskar sögur, segir að Þýskalnd ásamt með Evrópusambandinu séu að koma á fót Fjórða ríkinu. https://tass.com/politics/1996763
Móðir Lavrovs, Kalería Lavrova, var forstöðumaður í utanríkisviðskiptaráðuneytinu í Moskvu og hélt viðskiptasamstarfi Íslands og Rússlands gangandi um áratuga skeið sem bjargaði Íslandi frá efnahagsþrengingum vegna ofríkis NATO-og ESB-landa. Hún fékk íslensku fálkaorðuna árið 2006. https://olafur.forseti.is/Falkaordan/Falkaordan2006/index.html
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Opinber svik og lygi
27.7.2025 | 14:49
"Fríverslunarsamningar Íslands" eru auglýstir í kynningu á vefsíðu stjórnarráðs Íslands, EES-samningurinn er þar efstur á blaði https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/utanrikisvidskipti/vidskiptasamningar/friverslunarsamningar/. Þetta er auðvitað blygðunarlaus lygi, komin frá þeim sem komu samningnum yfir landið sem var samskonar sértrúarsöfnuður og komist hefur til valda í núverandi ríkisstjórn Íslands (Fríverslunarsamningurinn við Evrópubandalagið var gerður 1972 og tryggði, og tryggir enn, tollfrjáls viðskipti með iðnaðarvörur að svo miklu leyti sem hægt er að tryggja eitthvað með samningum við ESB https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=66267)
Evrópusambandið hyggst nú leggja verndartolla á kísiljárn og aðrar tengdar vörur frá Íslandi--- "Þetta mun klárlega hafa mikil áhrif, það væri erfitt fyrir okkur að vera með tolla inn í ESB---" segir forstjóri Elkem á Íslandi. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/07/25/leggja_tolla_a_kisiljarn_stefnubreyting_esb/
Norðmenn eru æfir enda selja þeir mikið af kísli til ESB https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-25-leggja-til-verndaradgerdir-vegna-kisiljarns-fra-islandi-og-noregi-449482
En íslenskir skriffinnar úr erindrekstri EES hér reyna að afsaka Evrópusambandið: Ákvörðunin byggir á 112. og 113. grein EES---. Sjaldgæft er að þessari grein sér beitt en þó ekki án fordæma. Nýlegasta fordæmið er náttúrlega gjaldeyrishöft sem við Íslendingar setum í kjölfar hrunsins---" (Dóra Sif Tynes)
Að bera saman neyðarlög og meðfylgjandi gjaldseyrishöft við einhverjar setningar í EES-samningnum sýnir grófa hlutdrægni eða misskilning. Neyðarlög og gjalderyshöft eru neyðarrétur sjálfstæðra þjóða og voru sett hér þegar upp var komin stórhætta á þjóðargjaldþroti. Engin slik hætta er yfirvofandi Evrópusambandinu. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-07-26-sjaldgaeft-utspil-esb-en-ekki-an-fordaema-449527
Ríkisstjórnin og heilaþvegnar embættismannaeftirlegukindur hennar ráða ekki við að standa vörð um íslenska atvinnu. Nú er búið að loka kísilverinu á Húsavík fyrir einskæran aumingjaskap. Það er nægur markaður á Íslandi fyrir kísilmálm, álverin nota mikið af málminum.
Guðlaugur Þór Þórðarson gerir grein fyrir ýmsum atriðum málsins í viðtali í Morgunblaðinu í gær, 26.7.2025.
Evrópumál | Breytt 29.7.2025 kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)