Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Viðskiptatækifæri EES

googlebar-local-cong-ireland-38286.jpgEES-samningurinn útvegar okkur viðskiptatækifæri segja íslenskir stjórnmálamenn. Hann útvegar okkur fjárfesta til að eignast fjarskiptakerfi landsins. Það er spennandi að sjá hvað þeir eignast næst. Er EES fyrir hrægamma?


Óþægilegur sannleikur

hurricanepexels-photo-1344265Margar ríkisstofnanir á Vesturlöndum, sem fá fjármagn til að halda loftslagsvánni lifandi, senda reglulega frá sér upplýsingar um loftslag sem eru "aðlagaðar" þeirra spálíkönum.

Ein af stofnunum Bandaríkjanna, NOAA, sér um að ýmiss óþægilegur sannleikur um loftslag sé látinn hverfa. Á vef stofnunarinnar hefur verið hægt að sjá tíðni fellibylja frá 1954. Þar sást að tíðnin hefur farið minnkandi. Nú hafa gögnin verið falin og breytt gögn sem sýna vaxandi tiðni komin í staðinn.

Falsfréttamiðlarnir flytja svindlið til sinna áhorfenda sem verða hræddir og halda að sé að koma loftslagsvá og hlaupa í að minnka kolefnissporið með umhverfisspillandi tiltækjum sem einhver græðir á.

Inconvenient tornado data disappears


Síminn í EES-brask

vulturespexels-photo-6057416Í einkavæðingunni var fjarskiptafyrirtæki þjóðarinnar, Símanum, með grunnneti, úthlutað til einkaaðila. Lagnir og fjarskiptakerfi símans eru nú komin í dótturfyrirtækið Mílu sem er þar með einokunarfyrirtæki í lífsnauðsynlegum samskiptum landsins. En einkafyrirtækið Síminn hf á Mílu þó slík grunnnet þurfi að vera í þjóðareigu. En nú vantar eigendur Símans hf peninga og ætla að selja grunnnetið, Mílu.

-"Samkv. - Rúv - ætlar Síminn að selja frönsku "sjóðstýringarfyrirtæki" (les: hrægammasjóði) Mílu sem á mikla innviði, ljósleiðara um allt land.- Ég er á móti því að "veiðileyfi" verði gefið á íslensk heimili og fyrirtæki með þessu. Míla er fákeppnisfélag, sem jaðrar við að vera í einokurnaraðstöðu (tvíkeppni mætti kalla það). Slík aðstaða kallar alltaf á sjálftöku gegnum verðlagningu. Samkeppnislöggjöf okkar er evrópsk (ESB/EES-lög) og miðast við stóra, virka markaði. Hún nær ekki að verja okkur fyrir sjálftöku þeirra sem komast í forréttindastöðu"- (Ragnar Önundarson: https://www.frettabladid.is/frettir/veidileyfi-gefid-ut-a-islensk-heimili-med-solu-milu/

Okkar stjórnvöld þora ekki að aðhafast meðan fjaðrirnar eru reittar af smáþjóðinni Íslendingum. Reglukviksyndið í EES-samningnum gefur bröskurum í ESB veiðileyfi hér. Okkar stjórnvöld segjast ætla að "hefja skoðun"!


Parle vú franse?

fallöxitheatre-4871693_960_720Þjóðarfyrirtækið Síminn, stofnað fyrir um 115 árum til þess að tryggja tjáskipti landsmanna, ætlar nú að koma símalögnum landsins undir Frakka. Þetta er ein af afleiðingum einka-og tískuvæðingar í lok 20. aldar sem heldur áfram að rífa niður sjálfstæði landsins. Okkar ráðamenn gera ekkert frekar en fyrri daginn.

Frakkar eru vel þekktir fyrir að véla vitlausar hugmyndir inn á heimsbyggðina enda franska vínið gott og gaman að koma á fund í París. Einu sinni ætluðu þeir að láta flugið tala frönsku. Einu sinni fengu þeir veðurstofur til að segja hektópaskal í staðinn fyrir millíbar. Einu sinni fengu þeir heimsbyggðina til að reyna að banna eldsneyti. Kannske verður bara hægt að tala á frönsku í lagnkerfi Ardiansímans á Íslandi! Allabadda fransí, biskví, ví ví!

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/10/18/siminn_langt_kominn_med_solu_a_milu/


Hörmungar orkuskiptanna

windmill-384622_960_720Sjálfskipaðir álitsgjafar og Samtök iðnaðarins (Mbl.13.10.2021) halda að orkukreppan stafi af skorti á vindmyllum og sólarpanelum í Evrópu! Raunin er að það eru einmitt vindmyllur og sólarpanelar sem eru ástæða hörmunganna sem eru að vaxa fram í orkumálum Evrópu https://www.frjalstland.is

Bandaríkjamenn, sem þora að mótmæla lygum Biden-stjórnarinnar, eru nú orðnir hræddir um að hörmungar "orkuskipta" Evrópu muni smitast til Ameríku. Þeir segja að and-kolefnisstefna Evrópu bjóði upp á kennslu um "Grænar Nýjar Hörmungar": Snarhækkandi orkuverð og lamandi skort.

-"Alheims orkukreppan er sú fyrsta af mörgum á hreinorkuskeiðinu"-

https://www.bloomberg.com/news/articles/2021-10-05/global-energy-crisis-is-the-first-of-many-in-the-clean-power-era

-"Orkuverð þýtur upp í Evrópu og áhrifin breiðast út yfir Atlantshafið. Ástæðan er and-kolefnisstefna samskonar og  Biden-stjórnin vill koma á í Bandaríkjunum-"

https://www.wsj.com/articles/europe-climate-lesson-for-america-energy-prices-fuel-wind-11631655375

 


Raunveruleikinn rennur upp

fire-orange-emergency-burningHerferðin gegn jarðefnaeldsneyti leiðir af sér als kyns dellur, ein er að nota "grænt vetni" (fengið úr vatni með raforku) til hitunar.

-"Að nota vetni sem grænan staðgengil fyrir jarðgas í hitakatla er nokkurn veginn ómögulegt - það mundi kosta gífurlegar fjárhæðir-" (Lord Martin Callanan, ráðherra í orkuráðuneyti Bretlands). Orkan sem þyrfti til að framleiða "græna" vetnið yrði um sex sinnum meiri en ef rafmagnið yrði notað beint til hitunar. Og rekstrarkostnaður vetniskatlanna yrði að minnsta kosti sex sinnum hærri en jarðgaskatlanna.

https://www.telegraph.co.uk/news/2021/10/05/hydrogen-boiler-revolution-pretty-much-impossible-says-minister/


Vindmyllur eða norðurljós?

 Okkar ráðamenn í orkumálwindmillsunnamedum langar til að útbía landsfegurð Íslands með vindmyllum eins og í ESB. Og framleiða lélegt eldsneyti (vetni) handa ESB. Vitlegra væri að gera eins og Einar Ben og nútíma ferðafrömuðir: Selja ESB-búum norðurljósin.

https://www.frjalstland.is/2021/10/08/vindmyllur-og-orkukreppan/


Stóri Bróðir verndar

climbing_in_bureaucracy__alfredo_martirenaPersónuverndarlög ESB/EES, sem Alþingi lögleiddi hér fyrir rúmum 3 árum, voru stjórnarskrárbrot, sett í andstöðu við ráð bestu manna. Lögin komu stjórn upplýsinga um borgarana undir stofnun ESB, European Data Protection Board. Þau eru ofurflókin og hafa reynst illframkvæmanleg og villandi fyrir þá sem þau geta varðað. https://www.frjalstland.is/2018/05/03/personuverndarlog-esb-gaetu-ordid-nytt-stjornarskrarbrot

-"persónuverndarlög og GDPR-reglugerð ESB eru orðin að hálfgerðri grýlu í umræðu um ýmiss samfélagsleg málefni. Öfgakenndustu dæmin birtast þegar fólk heldur jafnvel að hinar nýju reglur feli í sér að alls ekki megi vinna með persónuupplýsingar á nokkurn hátt. Þannig hefur t.d. heyrst af því að starfsfólk grunnskóla hafi hætt við að taka bekkjarmyndir af börnunum með vísan til persónuverndar. Þá er algengt að opinberar stofnanir telji sér ófært að veita aðgang að gögnum með vísan til persónuverndarreglna"- (Oddur Þorri Viðarsson, Fréttablaðið 5.10.2021)


Orkustofnun

car-accident-2789841_960_720Vonandi eru þeir sem lásu viðtalið við nýjan orkumálastjóra (Mbl 2.10.2021) búnir að ná sér svo óhætt er að ræða málið. Það var eins og verið væri að tala við Brusselskriffinn, Sameinuðuþjóðasendil eða Bidenkrata, svo mikið var flóðið af bábiljum um "loftslagsmál". Líklega hefur nýi stjórinn/stýran ekki fengið rétt erindisbréf, það hefur verið ætlað Moka-ofan-í-skurðistjóra, Loftslagsráðsstjóra, Loftslagssjóðsstjóra, Batteríisbílafélagsformanns eða Vindmyllustyrktarsjóðsstjóra.

Því miður er það orðið þannig að Orkustofnun er orðin erindreki ESB við að rífa niður íslenska orkukerfið. EES-orkupakkarnir koma reglulega með tilskipanir sem eru að koma á sams konar orkukreppu og í ESB þar sem er orkuskortur og dýrasta orka í heimi.

Mikilvægustu verkefni orkumálastjóra eru að komast hjá að fara eftir EES-tilskipunum frá ESB og ACER meðan verið er að losa okkur við EES-samninginn og afnema orkupakkana. Orkumál Íslands  verða að snúast um orkumál en ekki "loftslagsmál" ESB, þau snúast um lygar, bábiljur og fjárplógsstarfsemi.


Hvar ertu landsins forni?

drift-ice-3050739_960_720_1374879.jpgSnjó- og ísmælingar Bandaríkjanna segja að hafísinn í ár hafi verið -"sá 12. minnsti í 43 ár"-, miðað er við kaldasta tíma 20. aldar um 1980. Minnstur var ísinn 2012. http://nsidc.org/arcticseaicenews/

Nema viðmiðið sé 1940 eða bara fæðingardagur Egils Skallagrímssonar (ekki segja!)

Við Klakabúar þurfum að fara að undirbúa hafísár.

Hafísinn á Suðurskautinu hefur vaxið í 40 ár! (alls ekki segja neinum!). https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2021/03/Loftslag-%C3%A1-%C3%8Dslandi.pdf


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband