Norðmenn gegn ESB yfirráðum

Songnenorway-483185_960_720Það fjölgar í sjálfstæðisbaráttunni í Noregi, nú hefur Framfaraflokkurinn gengið í lið með Rauðum og Miðflokknum um að taka Noreg undan ACER, orkustofnun ESB/EES.

https://www.nationen.no/politikk/frp-slar-seg-sammen-med-rodt-sv-og-sp-i-omkampen-mot-acer/

Samtökin Nei til EU eru að hefja dómsmál til að hnekkja samþykkt Stórþingsins á 3. orkupakka ESB/EES. Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi hann eins og önnur valdboð frá ESB/EES.


Skapandi orka

krakkarpexels-photo-5088188Lífið verður ekki endalaust fiskur og ferðamenn. Talsmenn iðnaðar skrifa góða grein í Mogga í dag og tala fyrir -"fimm málefnum sem helst hafa áhfrif á framleiðni og samkeppnishæfni; menntun, innviðir, nýsköpun, starfsumhverfi og orku- og umhverfismál" - "tækifærin verði sótt í orkusæknum iðnaði og hugverkaiðnaði-" (Árni Sigurjónsson og Sigurður Hannesson). Viturlega mælt en vantar lykilatriði:

Nýsköpun, bætt starfsumhverfi, hagkvæm orka krefjast frelsis, fyrst og fremst frelsis frá þungum kvöðum og reglugerðum frá ESB. Það verða litlar fjárfestingar í orkusæknum iðnaði meðan losunarheimildir þaf að kaupa í ESB og brask með upprunablekkingar orku verður leyft. Landbúnaður og iðnaður tengdur honum hrörnar meðan niðurgreidd vara frá ESB flæðir inn í landið. Öflug uppbygging krefst sjálfstæðra ákvarðana: EES-samningnum þarf að segja upp!

Talsmaður skapandi greina skrifar góða grein og bendir á að "menning og listir hafi gildi sem aldrei verði metið til fjár"-. Hún vill öflugt þekkingarsetur um skapandi greinar (Anna Hildur Hildibrandsdóttir). Viturlega mælt en vantar lykilatriði:

Það þarf að setja meira fé í að ala krakkana okkar upp í listum og menningu og kenna þeim betur íslensku. Og setja stofnanakerfið í gang við að efla íslenskuna. Bækur, tónlist og fleiri listverk héðan eru orðin eftirsótt og afla mikils fjár. Þegar Ísland var sjálfstætt voru ritaðar bækur sem urðu mikil útflutningsvara, menning hefur verið verðmæti á Íslandi í aldaraðir. Sjálfstæðar þjóðir skapa menningu. Udirsátar hlýða tilskipunum.


Hvaða mengun?

Fafgradalsmengun1271532Heimsumspannandi Umhverfistrúarkirkjan er orðin stór eins og Katólska kirkjan, fagnaðarerindi hennar er að hafna þróun mannsins og banna nútímann: Eldsneyti, plast, kjarnorku. Umhverfistrúarkirkjan boðar að Vesturlandamenn séu orsök alls ills og mengi Jörðina. Í marga daga hafa landsmenn fengið að trúa að mengunin í höfuðborginni sér frá mönnum, skarinn af opinberum starfsmönnum hafa ekki komið til skila hvað er á seyði. Enda ekki hægt að kenna mönnum um þessa mengun, ekki einu sinni hinum hataða einkabíl.

Loksins klukkan 14.09 í dag, eftir 5 daga remmu og hósta, kom sannleikurinn í ljós: Mengunin er ekki frá mönnum, hún er úr Fagradalsfjalli sem líklega er búið að búa til nærri 200.000 tonn af brennisteinssýru (álíka mikið og ESB) síðan það byrjaði. Það var Einar Sveinbjörnsson sem dæmdi hina vondu Vesturlandabúa saklausa og upplýsti hvað olli menguninni: Umhverfið sjálft!

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/30/osynilegt_lok_utskyrir_mistur_i_borginni/


Reykveita Reykjavíkur GmbH

gufa"Loftslagsváin ágerðist á síðasta ári - Sameinuðuþjóðaritarinn sagði að mannkynið stæði á brún hyldýpis-" (Bjarni Bjarnason og Edda Sif Pind Aradóttir Mbl 26.4.2021). Hið rétta er að það kólnaði á síðasta ári, sameinuðuþjóðaskriffinnar hafa gefið út falsspár um loftslag á hverju ári í þrjá áratugi.

Orkuveita Reykjavíkur rekur áróður fyrir dælustöð fyrir innfluttan reyk til að dæla niður í karsprungið Reykjanesið enda komin lög frá ESB. Dæla á niður 3 milljónum tonna á ári sem er aðeins meira en Fagradalsfjall spýr út og um 0,0003% af því sem náttúran sjálf spýr út (án manna og eldfjalla). Það eru svo fáir sem búa á Reykjanesinu að það gerir lítið til þó fýlan af Ruhr gjósi úr hrauninu, Reyknesingar eru orðnir vanir fýlu upp úr jörðinni.

Óraunsæjar tilskipanir um loftslagsmál


Ríkisstjórnin og ESB

Á afrekslista núverandi ríkisstjórnar hefur eftirfarandi löggjöf ESB verið innleidd á Íslandi á þeirri forsendu að viðskiptasamningur (EES) krefjist þess af samkeppnisástæðum:

europiean-union-brexit-eu-blue-flag-yellow-stars-bl-blu-sky-sopy-space-close-up-129222587Tilskipanir ESB um fjármálastofnanir þar sem eftirlit er í höndum erlendra ESB stofnanna og ágreiningur er í höndum erlends ESB dómstóls.

Tilskipanir um fyrirkomulag raforkumarkaða ESB(3ji Orkupakkinn), þar er Orkustofnun bein framlenging Orkustofnunar ESB(ACER) um framkvæmd allra tilskipanna og ágreiningur í höndum erlends ESB dómstóls. (Vindmyllum og sæstreng er ekki hægt að hafna þó við höfum ekkert við það að gera

Þrátt fyrir mikla andstöðu og alvarlegar athugasemdir um að verið væri að brjóta stjórnarskránna og færa ákvörðunarvald stjórnvalda úr landi þorði ríkisstjórnin ekki að hætta við, eftir heimsóknir evrópskra ráðherra og þrýsting Noregs og ESB.

Alvarleiki þessa máls er sá að allar tilskipanir sem koma héðan í frá frá ESB verða teknar upp óbreyttar, hvað sem stjórnarskránni líður, því Alþingi er skipað til af ríkisstjórnum hvers tíma og hlýðir. Hjálendan Ísland er aftur komin undir stjórn evrópskra hagsmunaaðila sem búnir eru að fá aðgang að orkuauðlindum landsins og næsta auðlind bíður þeirra við hornið. 


Dagur Jarðar

people-crowd-944714Leiðtogar stórþjóða koma nú hver af öðrum í stórfjölmiðlana og gefa fyrirfram svikin loforð í einhverjum tískumálum. En Dagur Jarðar var upprunalega baráttudagur til að stemma stigu við stærstu vá sem að Jörðinni steðjar: Offjölgun mannkyns.

En það er ekki í tísku núna. Það er heldur ekki til nein alvöru baráttuáætlun um hvernig á að stemma stigu við ógninni af sýklum þó þeir leggi nú undir sig heiminn á ógnar hraða. Ekki heldur hvernig á að stöðva vaxandi mengun sjávar. Eða hvernig á að bregðast við vaxandi stríðshættu og stækkandi vopnabúrum. Og búið er að gleyma hvernig á að bregðast við nýrri ísöld sem spáð var af "færustu vísindamönnum" um svipað leyti (1970) og Dagur jarðar var stofnaður. Og hvernig var með alþjóðlegu glæpastarfsemina? Eða geimgeislastormana? Og loftsteinana?

Dagur jarðar er notaður til að bera út áróður en aðal umhverfisváin er ekki í tísku.

Umhverfisvá


Hamfarahlýnun með hafís

hafís11420211267750Landsins forni fjandi nálgast landið. Ríkisstjórnin ætlar að bregðast skörulega við með milljarðatugum af skattfé, og sýna ESB hvað við getum,  og setja lög um kolefnishlutleysi, "til að halda aftur af hamfarahlýnun-", og lög um vindmyllur

ESB þyrfti líka að gefa út tilskipun um eldgos, Fagradalsfjall framleiðir meiri koltvísýring (6kt/dag) en eldsneytisbrennsla Íslendinga.

Falsspámenn hafa spáð hamfarahlýnun í aldarþriðjung en það var 2011 sem við flæktumst að óþörfu í hamfarahlýnun ESB. Síðasta áreiðanlega spáin frá Al Gore, 2009, var að Norður-Íshafið yrði íslaust 2013. En hafísinn gegnir ekki Nóbelsverðlaunahöfum, útbreiðslan er meiri nú (í mars) en fyrir 15 árum. Loftslagið breytist stöðugt.


"Báknið burt"

 "Báknið burt" - Allir vita að svona auglýsing er jafn útslitin og innihaldið. ER virkilega ekki hægt að hafa sannari og vitrænni málefni fyrir það sem stjórnmálamenn standa?

Eða líta þeir svo á að kjósendur séu kjánar sem hægt er að selja hvað sem er og það sé gleymt eftir kosningar?

BB

"Frá árinu 2000 -2018 hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 55%, en 18% á almennum vinnumarkaði. Þannig jókst vægi hins opinbera á vinnumarkaði úr 24% í 29%."

https://www.dv.is/eyjan/2020/01/24/baknid-blaes-ut-mikil-fjolgun-starfsmanna-nefnda-rada-og-stjorna-hja-rikinu/


Eiga útlend fyrirtæki að nýta ár og hveri?

BúrfellstöðESB ætlar að leyfa fyrirtækjum í ESB/EES að nýta íslenskar orkuauðlindir.

https://www.frjalstland.is/2021/04/15/eiga-orkufyrirtaeki-esb-ees-ad-virkja-orkulindir-islands/


EES lygarnar

pinocchio-italian-wooden-puppet-souvenir-shop-39802355_1364384.jpgNokkrir leggja orð í belg EES-umræðunnar í Mogganum og Mbl upp á síðkastið. Sumt gott en stjórnmálamenn og uppgjafa slíkir leggja að mestu staðlausa stafi í belginn eins og síðustu 25 árin. Með einni undantekningu sem er ritstjóri Morgunblaðsins.

Rangfærslurnar um EES-samninginn eru orðnar svo umfangsmiklar að mörg orð og góðan tíma þyrfti til að leiðrétta þær. En í Mogganum og á Mbl koma annað slagið vitleg skrif sem gefa lesendum ófalskar upplýsingar.

Goðsagnirnar um EES-samninginn


Að sólunda frelsinu

-" Á mannamáli þýðir þetta að íslenskt löggjafarvald hefur að miklu leyti verið yfirtekið af erlendu valdi-" Frelsi og sjálfsábyrgð íslenskrar þjóðar

Fyrirspurn til fjármálaráðherra

Frjálst land hefur sent fjármálaráðherra fyrirspurn: A. Hefur verið skorið úr um hvort þjónustutilskipunin krefjist þess að ESB/EES-aðilar sitji við sama borð og íslensk almannafyrirtæki við úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda? B. Ætla íslensk...

63 þingmenn geta ekki sett lög án þess að þau mígleki.

Nú eru sóttvarnaaðgerðir sem áttu að tryggja betri vörn á landamærum, svo þjóðin gæti strokið sæmilega um höfuðið, fyrir bí. Ný sóttvarnalög voru sett af hinu háa Alþingi eftir talsverða umræðu og að venju var lítil samstaða um lögin þó í húfi væru...

Rammaáætlun aula

Afturhaldsöflin, sem vilja friða uppblástur og banna mannvirki, tókst að setja höft á virkjanir fyrir 10 árum, s.k. Rammaáætlun, skriffinnska, aulaálit og tafir urðu árangurinn. Orkufyrirtækin hafa lengst af verið í eigu lýðræðislega kjörinna stofnana...

Samkeppniseftirlegukindur

Samkeppniseftirlitið getur náttúrulega ekki leyft fyrirtækjum að sameinast til hægri og vinstri, þau gætu orðið of hagkvæm sem gæti ruglað samkeppnina og lækkað vöruverð á landsbyggðinni. Og hugsið ykkur bara ef sjávarútvegsfyrirtækin yrðu enn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband