Gullhúðun EES-kvaða
13.10.2023 | 16:21
Þeir sem dýpst hefur verið sökkt í reglugerðakviksyndi EES kvarta nú yfir að Stjórnarráðið innleiði tilskipanirnar með viðbótum frá íslenskum skriffinnum sem gera þær meira íþyngjandi en þær eru í ESB: Gullhúðun!
Í mörgum tilvikum er þetta á algerum misskilningi byggt, reglugerðirnar koma beint frá miðstjórninni í Brussel og verða að íslensku regluverki óbreyttar um leið og Sameiginlega EES-nefndin í Brussel hefur stimplað þær. Sú nefnd hefur ekki lýðræðislegt umboð til þess að setja lög og reglur og breytir ekki tilskipununum efnislega. Ráðuneytin þurfa í raun ekki að koma nálægt, íslensku eftirlitsstofnanirnar geta vísað beint í textann frá Brussel ef þær eru í vafa og fyrirtækin geta vísað í hann til að verjast.
Nú ætlar ráðuneyti utanríkismála að stofna enn einn starfshópinn til að skoða umfangið. Góðra gjalda vert en ekki líklegt til neins árangurs, vandamálin eru reglugerðirnar sjálfar og að Brussel skuli yfir höfuð skrifa reglugerðir fyrir Ísland. Í ESB-löndum eru menn víða vanir ofurskriffinnsku og hunsa Brusselfarganið þegar þeim hentar, ekki okkar stofnanir, þær eru katólskar og reyna að koma öllu EES-svamlinu yfir landsmenn.
Það er auðvitað EES-samningurinn sjálfur sem er vandamálið, eindfaldasta og besta mótaðgerðin er einfaldlega að segja honum upp, með eins árs fyrirvara, og færa reglusmíðina heim.
https://www.frjalstland.is/2022/10/08/evropusambandid-setur-islandi-log/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjófalönd
11.10.2023 | 17:09
Þjófnaður NATO-landa á eignum Rússa þolir ekki dagsbirtu, vestrænir falsfréttamiðlar þegja.
Einn hættulegasti leiðtogi NATO-landa hefur nú slegið eign Kanada á rússneska flugvél sem kom með vörur fyrir Kandastjórn og var kyrrsett á flugvellinum. Stolna flugvélin verður afhent Kænugarðsstjórninni með allskyns upplognum rökum (eins og í kókaínvímu!)
Helstu þjófalönd NATO kyrrsetja rússneskar eignir sem staddar eru í þeirra löndum. Og stela þeim svo. Nú þegar sjóðir og vopnabúr NATO eru farin að rýrna er farið að senda þýfið til ný-nasistastjórnarinnar í Úkraínu til þess að reka hernaðinn gegn Donbas áfram.
NATO-drápstólin fara sum til Miðjarðarhafsbotns þar sem þörf er fyrir þau til þess að drepa fólk þar.
https://www.youtube.com/watch?v=zwFAfRML4u4
https://www.youtube.com/watch?v=BGMkd67f94E
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frelsi okkar
10.10.2023 | 15:01
Mette heldur að nasistastjórnin í Úkraínu berjist fyrir frelsi okkar! Meira að segja danskir kratar, toppurinn á góða fólkinu, eru nú orðnir hræddir við að NATO-lönd verði þreytt á Úkraínustríðinu sem er að verða 10 ára um þessar mundir.
"-Við verðum að vera með Úkraínu fram að beiskum endi. Meðan Úrkaínumenn vilja berjast fyrir frelsi okkar, látum okkur ákveða að stríðsþreyta verði ekki í okkar Atlantshafsbandalagi-"! sagði Mette Frederiksen á NATO-fundi í Kaupmannahöfn.
Textaskýring;
1) Hinn beiski endir Úkraínu verður uppgjöf og/eða frelsun Donbassvæðanna undan Kænugarðsstjórninni eða heimsstyrjöld ef Mette og félagar fá að ráða.
2) Úkraínumenn eru ekki að berjast fyrir frelsi okkar heldur frelsi fjárplógsmanna NATO og ESB til að rupla Úkraínu og Rússland.
3) Stríðsþreyta er þegar farin að grafa um sig hjá NATO-klúbbfélögum enda hefur klúbburinn staðið að stöðugum tilefnislausum manndrápum í áratugi.
Stríðsæsingarnar gegn Rússlandi á Norðurlöndum eru vert rannsóknarefni. Rússar hafa ekki sýnt Norðurlöndum tilefnislausar stríðsæsingar eða fjandskap sem kalla á hernaðarþátttöku Norðurlanda gegn þeim. Norðurlöndin eru i þessu máli eins og öðrum strengjabrúða Bandaríkjanna og Evrópusambandsins við að halda Rússagrýlunni og þar með stríðsæsingamönnum Vesturlanda við líf.
https://www.frjalstland.is/2023/02/22/hnignun-nordurlanda-nordens-forfall/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hrunið 15 ára
8.10.2023 | 13:27
Þann 8. október, 2008, klukkan 10 f.h., varð Ísland fyrir árás EES-og NATO-landsins Bretlands sem setti íslensku bankana á hausinn.
Bankarnir höfðu farið í útrás til ESB-landa og bólgnað óhóflega eftir að þeir komust undir regluverk Evrópusambandsins með EES-samningnum sem veitti þeim leyfi til bankastarfsemi í ESB-löndum og auk þess mjög rúmar heimildir. Íslensk stjórnvöld horfðu á með hendur bundnar af EES og gátu ekki gripið inn í ofvöxtinn fyrr en í lokin að þau áttuðu sig á að eina leiðin til að bjarga málum var að taka EES-samninginn úr sambandi og setja á neyðarlög.
Meginástæða þess að fjármálakreppan 2008 bitnaði svo illa á Íslandi var að stjórnvöld landsins misstu með EES-samningnum stjórn á banka- og gjaldeyrismálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Máttur áróðursins
5.10.2023 | 18:04
Ný skoðanakönnun segir að 84% Íslendinga vilji ekki hafa samskipti við Rússland á Alþjóðavettvangi og að 63% styðji aðild Íslands að NATO. (Mbl 5.10.2023)
Ísland hefur lengi þegið stuðning Rússa með þökkum en þeir hafa jafnan stutt og staðið með Íslandi á alþjóðavettvangi. Áður en falsáróðurinn varð yfirþyrmanadi vissu vitibornir landsmenn að Rússar voru ein öruggasta viðskipta- og vinaþjóð Íslands sem bjargaði Íslandi oft undan ofríki NATO-landa, aðallega Bretlands.
Forustumenn NATO hafa gert Íslendinga að "viljugri þjóð" samseka hernaði og manndrápum á upplognum forsendum.
NATO-lönd stela peningum annarra þjóða (t.d. Afganistan, Rússlands) og olíu (t.d. 83% af olíu Sýrlands) og vopnum frá Íran og senda til Úkraínu.
Þessi skoðanakönnun, ef hún er sæmilega nákvæm, sýnir mátt áróðursins og falsfréttanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úkraínunasisti heiðraður
2.10.2023 | 17:45
Ráðamenn Kanada eru að verða eins aulalegir og ný-nasistabullurnar í Úkraínu. Nú létu þeir leppforsetann úr Kænugarði plata inná sig gömlum úkraínunasista úr SS og heiðruðu hann sem hetju fyrir að hafa drepið Rússa í seinni heimsstyrjöldinni en þá voru Rússar bandamenn Kanada! Trudeau forsætisráðherra Kanada og Zelensky fögnuðu í vímu og þing Kanada með. https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/09/25/thingforseti_bedst_velvirdingar_a_glappaskoti/
Eins og kunnugt er fór mikil hersing nasista til Kanada og Bandaríkjanna eftir tap þeirra gegn Rússum í Berlín 1945, þeirra arfur virðist lífseigur þar vestra og þeir njóta enn viss stuðnings, kannske ekki að undra, þessi þjóðfélög eru að leysast upp fyrir tilstilli niðurrifsafla.
Leiksýningar um hryðjuverkastjórnina í Úkraínu halda áfram í NATO og ESB. Zelensky hefur reynst góður áróðurslúður hennar. Forustumenn margra Vesturlanda eru búnir að skjóta sig í báða fætur með þátttöku í hernaði Kænugarðsstjórnarinnar þó stuðningsríkjum fækki óðum eftir því sem rétta eðli Úkraínustríðsins afhjúpast.
Nú hljóta forustumenn í NATO og ESB að láta þing sinna landa heiðra þjóðhetju Úkraínu, nasistaforingjann Stepan Bandera.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ósjálfstæðar þjóðir
30.9.2023 | 17:55
Ósjálfstæðar þjóðir taka upp annarra þjóða lög, samkeppnislögin eru lög herraþjóða okkar í V-Evrópu og hafa staðið í vegi fyrir hagræðingu og sameiningu fyrirtækja í dreifbýli og þróun fyrirtækjamarkaðar í áratugi, eftirlitsstofnun sér um að lögunum sé fylgt.
Ósjálfstæðar þjóðir hlíta reglugerðum annarra þjóða, brúður þeirra hér vilja ekki viðurkenna áþjánina en segja að íslensk stjórnvöld -"innleiði EES-tilskipanir með meira íþyngjandi hætti en í ESB/EES-" sem breiðir yfir sjálfa meinsemdina sem er ósjálfstæðið, að geta ekki búið til sínar reglur sjálf.
Ósjálfstæðar þjóðir taka upp reglugerðir þéttbýlla og fátækari þjóða sem reyna að endurnýta rusl jafnvel þó að hreinlætinu sé fórnað og óværan komi.
Ósjálfstæðar þjóðir eru -"viljugar þjóðir-" í drápsaðgerðum gegn öðrum þjóðum og láta draga sig í hernað.
Ósjálfstæðar þjóðir hlíta annarra þjóða bankalögum þó þau eigi ekki við lítið en auðugt hagkerfi þar sem ungt fólk með lífskraft, sjálfstæði og framtíðarsýn þarf fjárfestingalán í eigin húsnæði.
Ósjálfstæðar þjóðir nota lög annarra þjóða um umhverfisvernd og halda úti óþörfum stofnunum til þess að stöðva framkvæmdir og þróun byggðar og sóa fé í "grænar" fjárfestingar og skattleggja Íslendinga fyrir hönd gömlu nýlenduveldanna.
Ósjálfstæðar þjóðir herma eftir blekkingum loddara og tískufrömuða og setja þær í sín lög.
https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/#more-3092
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klúbbarnir okkar tapa
26.9.2023 | 16:00
NATO og ESB/EES eru að tapa Úkraínustríðinu sem þeir hófu 2014 með árásum á sjálfstjórnarhéruð Rússa (Donbas) með her Úkraínu sem verktaka. Frá upphafi var stefna þeirra að egna Rússland sjálft í stríð sem tókst með manndrápum, svikum og lygum.
Stríðsmangararnir, illa upplýstir og hatursfullir leiðtogar NATO-og ESB-landa, áttuðu sig ekki á að hnignun og upplausn þeirra eigin landa er orðin slík að þau geta hvorki unnið efnahagsstríð né vopnað stríð gegn Rússlandi. Áróðurinn um góðu bjargvættina með hríðskotabyssur og ósigrandi NATO-heri er sjálfsblekking og Hollywoodsannleikur. Drápsherferðir Bandaríkjanna um heiminn hafa varað frá 10 árum (Írak, Úkraína) í 20 ár (Viet Nam, Afganistan) og endað með að löndin eru lögð í rúst, sprengjur skildar eftir á leikvöllum og milljónir manna drepnar áður en hermennirnir eru fluttir heim.
En við (NATO/ESB-EES) þenjum samt stríðið í Úkraínu stöðugt út með vaxandi árásum á Rússland sem NATO-herfræðingar stjórna, mörghundruð sprengjum er skotið á Rússland daglega frá Úkraínu, vestrænir fjölmiðlar þegja yfir því í samstarfi við lygastofnanir í NATO/ESB-EES. Poseidon P-8A njósnaflugvél NATO miðaði inn NATO-sprengju á flotastöð Rússa í Sevastopol. Úkraínskur skriðdreki sem Rússar sprengdu reyndist vera með áhöfn þýskra hermanna og skriðdrekinn sjálfur þýskur. Rússarnir sem hlera samskipti innan Úkraínuhers heyra ensku, pólsku og þýsku. En Bandarísku hermennirnir fá áhættuálag á kaupið sitt fyrir að berjast í Úkraínu. https://www.frjalstland.is/2023/09/06/kjarnorkuveldin-eru-komin-i-strid/
Ef Bandaríkjaþingi tekst ekki að hemja stríðsæsingamennina í Hvíta húsinu verða heilar hersveitir og sprengjuflugvélar NATO og ESB sendar í stórveldastríð til Úkraínu. Þá verður okkar tap miklu meira.
NATO og ESB eru að steypa heimsbyggðinni í gereyðingarstríð. Ísland verður að losa sig úr þátttöku í refsiaðgerðum og hernaði NATO og ESB gegn löndum heims. Ísland er herlaust og skortir tilefni og forsendur til ofbeldisaðgerða í fjarlægum löndum eins og framin hafa verið í Serbíu, Írak, Afganistan, Lýbíu, Sýrlandi og Úkraínu. Kína, Norður-Kórea og Venesúela eru næst í röðinni. Okkar gömlu herraþjóðir, Norðmenn og Danir, taka þátt í herhlaupum NATO og ESB með áfergju eftir langvarandi bældan stríðsþorsta, þeir gera okkar þátttöku óþarfa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2023 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Endalok orkuskipta
24.9.2023 | 14:39
Þýskaland hefur síðustu áratugi verið framarlega í s.k. orkuskiptum, "Energiewende", að taka í notkun "endurnýjanlega orku": Vindmyllur, sólfangara, rafbíla. Orka til almennings er nú um 3-sinnum dýrari þar en í Bandaríkjunum. Notkun jarðefnaeldsneytis hefur samt ekki minnkað svo orð sé á gerandi, fór úr 80% í 79% af orkunotkuninni síðasta áratuginn.
Ástæðan er að eðlisfræðileg lögmál voru ekki virt og verkfræðileg vinnubrögð ekki viðhöfð við aðgerðirnar og gífurlegur kostnaður við afkastalítinn "grænan" búnað hefur hlaðist upp.
Græna byltingin í Þýskalandi var mistök. Kola- gas- og kjarnorkuverin eru nú aftur að fara af stað, tilskipanir Evrópusambandsins/EES eru orðnar að vísindaskáldsögum sem komnar eru úr tísku. Með tækniþróun næstu áratuga er líklegt að kjarnorkan taki við auknum hluta af raforkuþörf Þýskalands. https://darntons.com/2022/12/29/electric-cars-are-not-the-future-the-fallacy-of-renewables-michael-burry-to-short-tesla-again/
Bloggið skrifar Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur, sjá nánar um aðstæður á Íslandi https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svíar hrukku upp
22.9.2023 | 18:18
Svíar eru farnir að horfast í augu við mistökin í "loftslagsmálum" eins og Bretar. "Eftertankens kranka blekhet" á hljómfögru sænskunni, áætlanir þeirra um orkuskipti voru draumórar umhverfistrúarkirkjunnar en ekki hönnun verkfræðinga. Loftslagsaðgerðirnar voru mistök. Þeir ætla nú m.a. að efla kjarnorkuna sem þeir höfðu á valdi sínu en hafa nú spillt, umhverfisprelátar hafa talað kjarnorkuna niður í 40 ár. https://subscriber.politicopro.com/article/eenews/2023/09/21/sweden-poised-to-miss-the-long-term-climate-target-it-pioneered-00117160
Þjóðverjar og Frakkar hafa þegar sett af stað endurræsingu kola- og gasorkuveranna.
Eftirsóknarverð orkuskipti verða með tækniþróuninni en ekki trúarsetningum. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.9.2023 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Risi vaknar af draumi
20.9.2023 | 23:01
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2023 kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erindreki Evrópusambandsins
15.9.2023 | 20:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.9.2023 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EES-lög stöðva framkvæmdir
12.9.2023 | 16:09
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EES-óværa
10.9.2023 | 13:47
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Falsfréttir frá Úkraínu
8.9.2023 | 12:17
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)